Þrír heita Bambi en Kisu hafnað

Molly Mae Hauge gaf dóttur sinni nafnið Bambi.
Molly Mae Hauge gaf dóttur sinni nafnið Bambi. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn og Love Island-stjarnan Molly Mae Hauge eignaðist sitt fyrsta barn í janúar og opinberaði nafnið nú í vikunni. Litla stúlkan fékk nafnið Bambi, en það hefur óneitanlega vakið athygli.

Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um nöfn og nafngiftir í vikunni eftir að mannanafnanefnd birti úrskurð þess efnis að beiðni um eiginnafnið Kisa hafi verið hafnað.

Ísbjörn, Refur og Högni

Byggði nefndin úrskurð sinn á því að nafnið gæti orðið nafnbera þess til ama í framtíðinni og hafnaði því beiðninni.

Úrskurðurinn hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum og meðal annars bent á að það séu mörg dýranöfn samþykkt. Ekki bara þessi algengu eins og Úlfur, Björn og Þröstur heldur eru nöfnin Ísbjörn, Refur og Högni góð og gild eiginnöfn.

Barnavefnum barst ábending um að nafnið Bambi væri líka gott og gilt í augum mannanafnanefndar. Alls bera þrír karlmenn nafnið hér á landi.

Nafnið var samþykkt af nefndinni í maí árið 2004 þó að elsti karlmaðurinn sem ber nafnið Bambi sé fæddur árið 1986. Hvort Íslandsvinkonan Molly Mae Hauge hefði geta nefnt dóttur sína nafni sem er í augum mannanafnanefndar karlmannsnafn á Íslandi þykir þó harla ólíklegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert