YouTube-stjarna á von á barni

Marzia og Felix Arvid Kjellberg eiga von á barni saman.
Marzia og Felix Arvid Kjellberg eiga von á barni saman. Skjáskot/Instagram

Felix Arvid Ulf Kjellberg, betur þekktur undir YouTube-nafni sínu PewDiePie, á von á sínu fyrsta barni. Kjellberg greindi frá tíðindunum á öllum sínum samfélagsmiðlum um helgina.

Hann er kvæntur hinni ítölsku Mrziu Kjellberg, en þau gengu í það heilaga árið 2019.

PewDiePie er ein vinsælasta YouTube-rásin núna en 111 milljónir eru áskrifendur að rásinni.

mbl.is