Börnunum alveg sama að pabbi sé í stórmynd

Paul Rudd.
Paul Rudd. AFP/Valerie Macon

Leikarinn Paul Rudd segir að börnum hans og eiginkonu hans, handritshöfundarins Julie Yaeger, sé nokkuð sama um að pabbi þeirra sér að leika í einni af stórmyndum Marvel.

Rudd fer með hlutverk Ant-Man í kvikmyndinni Ant-Man and the Wasp: Quantumania en myndin var frumsýnd í Los Angeles á mánudag.

„Ég held ég sé meiri pabbi heldur en Ant-Man í Marvel-heiminum. Já. Þeim er alveg sama, og þeim ætti líka að vera alveg sama,“ sagði Rudd í viðtali við People.

Hjónin eiga saman soninn Jack sem er 17 ára og dótturina Darby sem er 13 ára.

Rudd og eiginkona hans, handritshöfundurinn Julie Yaeger, á frumsýningu Ant-Man.
Rudd og eiginkona hans, handritshöfundurinn Julie Yaeger, á frumsýningu Ant-Man. AFP/Valerie Macon
mbl.is