Reyndu í áratug og eiga nú von á barni

Maria Menounos á von á barni.
Maria Menounos á von á barni. Getty Images/AFP/Jon Kopaloff

Sjónvarpskynnirinn Maria Menounos og eiginmaður hennar Keven Undergaro eiga von á sínu fyrsta barni saman. Hjónin hafa glímt við ófrjósemi í heilan áratug og reynt allt til þess að verða foreldrar. Nú hefur draumur þeirra ræst og þau gætu ekki verið hamingjusamar.

„Eftir að hafa reynt allt í áratug, erum við svo þakklát fyrir fjölsmylduna sem er nú að hjálpa okkur að eignast barn,“ sögðu hjónin í viðtali við People. Staðgöngumóðir gengur með barnið en erfitt var fyrir þau að finna staðgöngumóður sem gat gengið með barn þeirra. Menounos er 44 ára og Undergaro 55 ára.

Menounos hefur talað opinskátt um ófrjósemi í gegnum árin og tilraunir þeirra hjóna til að eignast barn. Þau fundu fyrst staðgöngumóður árið 2021 en svo reyndist hún ekki geta gengið með barnið.

Sjónvarpskynnirinn hefur í gegnum árin meðal annars notið aðstoðar frá Kim Kardashian raunveruleikastjörnu, en hún eignaðist tvö börn með aðstoð staðgöngumóður árin 2018 og 2019.

mbl.is