Dæmd til að hætta brjóstagjöf í biturri forræðisdeilu

Móðir í Virginíu hefur verið dæmd til að hætta með …
Móðir í Virginíu hefur verið dæmd til að hætta með sex mánaða gamla dóttur sína á brjósti í biturri forræðisdeilu. Ljósmynd/Pexels/Wendy Wei

Arleta Ramirez, móðir í Virginíuríki í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til að hætta brjóstagjöf sex mánaða gamallar dóttur sinnar í biturri forræðisdeilu við fyrrverandi eiginmann sinn, Mike Ridgway.

Niðurstaða dómara var sú að brjóstagjöfin truflaði samverustundir Ridgweay og dóttur þeirra. 

Ramirez hefur verið með dóttur sína á brjósti frá því hún fæddist í júlí, en þá hafði hún einnig haft son sinn á brjósti í rúmlega tvö ár. 

Ramirez og Ridgway skildu stuttu eftir fæðingu dóttur þeirra. Þann 28. nóvember síðastliðinn fyrirskipaði dómarinn að faðirinn fengi að heimsækja barnið djóra daga vikunnar auk næturheimsókna. Þá var einnig sett viðbótarskilyrði að Ramirez myndi „leggja sig alla fram við að hafa gjafatíma dóttur sinnar eftir áætlun og gefa henni úr pela.“

Segir brjóstagjafirnar trufla heimsóknartíma

Ridgway kvartaði yfir því að brjóstagjafir dóttur sinnar trufluðu heimsóknir hans. Þá hafði Ramirez reynt að nota pumpu en átt í erfiðleikum með það, en auk þess hafði dóttir hennar hafnað pela. Hún telur brjóstagjöf vera það besta fyrir dóttur sína, en lögmaður Ridgway segir hana nota brjóstagjöfina sem „vopn“ til að eyðileggja heimsóknartíma feðginanna. 

Ramirez er nú að undirbúa sönnunargögn fyrir skýrslutöku í apríl frá brjóstagjafasérfræðingum auk bréfs frá barnalækni sínum. „Af hverju eru þeir að neyða mig til að hætta með barnið mitt á brjósti? Er það ekki réttur hennar? Er það ekki henni fyrir bestu?“ sagði hún í samtali við Washington Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert