Fjórða barnið komið í heiminn

Ryan Reynolds og Blake Lively tóku nýverið á móti sínu …
Ryan Reynolds og Blake Lively tóku nýverið á móti sínu fjórða barni saman. AFP / ANGELA WEISS

Leikarahjónin Ryan Reynolds og Blake Lively eru nú orðin fjögurra barna foreldrar. Lively birti mynd af sér án óléttukúlunnar á Instagram í gær og gaf þar með í skyn að barnið væri komið í heiminn. 

Fram kemur á vef Page Six að fjórða barnið sé komið í heiminn, en hjónin tilkynntu óléttuna í september síðastliðnum þegar Lively frumsýndi kúluna á hinni árlegu kvennaráðstefnu Forbes. 

„Hef verið upptekin“

Lively birti mynd af sér með eiginmanni sínum og móður hans, Tammy Reynolds, þar sem þau nutu þess að horfa á Ofurskálina saman. Á myndinni sést greinilega að leikkonan er ekki ólétt lengur, en við myndina skrifaði hún: „Hef verið upptekin.“ Hamingjuóskir streymdu í kjölfarið inn.

View this post on Instagram

A post shared by Blake Lively (@blakelively)

Reynolds og Lively kynntust árið 2010 þegar þau léku í kvikmyndinni Green Lantern og giftu sig í september 2012. Fyrir eiga eiga þau þrjár dætur, hina sjö ára James, fimm ára Inez og tveggja ára Betty. Hjónin hafa ekki enn greint frá kyni fjórða barnsins.

mbl.is