Ætlar ekki að fela meðgönguna í þetta sinn

Leikkonan Constance Wu er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í …
Leikkonan Constance Wu er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í myndum á borð við Crazy Rich Asians og Hustlers. AFP

Leikkonan Constance Wu á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ryan Kattner. Fyrir eiga þau rúmlega tveggja ára dóttur.

Wu ákvað að halda fyrstu meðgöngu sinni undir hulu, en hún náði bæði að fela meðgönguna og fæðingu dótturinnar vegna kórónuveirufaraldursins. 

„Bolla í ofninum“

Í þetta sinn virðist Wu þó ekki ætla að halda meðgöngunni fjarri sviðsljósinu, en hún tilkynnti gleðifregnirnar á Instagram-reikningi sínum á dögunum með fallegri mynd af óléttukúlunni. 

„Bolla í ofninum. Filippseyskt barn númer tvö kemur bráðum,“ skrifaði hún við myndina.

Constance Wu deildi gleðifregnunum á Instagram-reikningi sínum.
Constance Wu deildi gleðifregnunum á Instagram-reikningi sínum. Skjáskot/Instagram
mbl.is