Greindist með æxli á meðgöngunni

Ed Sheeran og Cherry Seaborn
Ed Sheeran og Cherry Seaborn

Cherry Seaborn, eiginkona breska tónlistarmannsins Ed Sheeran, greindist með æxli þegar hún gekk með dóttur þeirra á síðasta ári. Sheeran segir fréttirnar haft mikil áhrif á hann sem og skyndilegt fráfall vinar hans, Jamal Edwards, sem lést 31 árs að aldri. 

Ekki var hægt að hefja meðferð vegna æxlisins á meðan Seaborn gekk með dóttur þeirra að sögn Sheeran sem opnaði sig í handskrifuðu bréfi á Instagram. 

Á sama tíma var hann í dómssal á hverjum degi í þrjár vikur þar sem hann hafði verið sakaður um höfundaréttabrot. 

Öll þessi áföll breyttu lífi Íslandsvinarins og höfðu áhrif á andlega heilsu hans. 

Seaborn fæddi stúlku í maí á síðasta ári en Sheeran hefur ekki sagt frá hvernig heilsufar hennar er eftir fæðinguna og hvort meðferð við æxlinu sé lokið. 

Sheeran skrifaði bréfið til aðdáenda sinna í tilefni af útkomu plötu sinnar -, sem er hans sjötta plata. 

Eftir áföll síðasta árs settist hann niður og endurskrifaði alla tónlist sem hann hafði þegar samið fyrir plötuna. Hann opinberaði lagalistann í dag, miðvikudag en platan kemur út hinn 5. maí næstkomandi.

View this post on Instagram

A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos)

mbl.is