Dolph Lundgren mætti með dæturnar á frumsýningu

Dolph Lundgren er vinsæll hasarmyndaleikari.
Dolph Lundgren er vinsæll hasarmyndaleikari. AFP

Sænska vöðvatröllið Dolph Lundgren mætti með dætur sínar tvær á frumsýningu myndarinnar Creed III á dögunum. 

Lundgren sem sló eftirminnilega í gegn í Rocky IV hefur síðan þá leikið í ótal hasarmyndum. Hann er nú 65 ára og lifir sínu besta lífi. Lundgren er trúlofaður einkaþjálfaranum Emmu Krokdal en hún er 38 árum yngri en hann. Dæturnar Ida og Greta Lundberg á hann úr fyrra hjónabandi en þær eru 27 og 22 ára.

Dolph Lundgren með dætrum sínum, Grétu og Idu.
Dolph Lundgren með dætrum sínum, Grétu og Idu. AFP
Lundgren kann að stilla sér upp fyrir myndavélina.
Lundgren kann að stilla sér upp fyrir myndavélina. AFP
mbl.is