Sara og Andri eignuðust dóttur

Sara Óskarsson og Andri Thor Birgisson eignuðust dóttur.
Sara Óskarsson og Andri Thor Birgisson eignuðust dóttur.

Lista­kon­an og fyrr­ver­andi þingmaður Pírata Sara Óskars­son og kvik­mynda­fram­leiðand­inn Andri Thor Birg­is­son, eignuðust dóttur í morgun. 

Sara greindi frá fæðingu dóttur þeirra á samfélagsmiðlum í dag. „Stundum opnast himnarnir.
Og ástin og hamingjan í sinni tærustu mynd streyma niður og inn í lífið og skapa nýja vídd.
Í morgun klukkan 5:05 fæddist dóttir okkar Andra. Lítill glókollur 3.095 grömm, 48 cm og fullkomin í alla staði,“ skrifar Sara við fallega mynd af dóttur þeirra.

Sara og Andri gengu í hjónaband í desember árið 2021. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is