Á ungbarnagjörgæslu eftir keisarann

TikTok-stjörnurnar Abbie og Josh Herbert eignuðust son hinn 13. mars …
TikTok-stjörnurnar Abbie og Josh Herbert eignuðust son hinn 13. mars síðastliðinn. Skjáskot/Instagram

Fjölskylda TikTok-stjörnuparsins Abbie og Josh Herbert stækkaði hinn 13. mars síðastliðinn þegar þau tóku á móti sínu öðru barni. Drengurinn var tekinn með keisaraskurði.

Parið deildi öllu ferlinu, frá því þau lögðu af stað upp á spítala þar til þau voru komin með drenginn í fangið, í átta mínútna löngu myndskeiði á Youtube-rás sinni.

Nýfæddur sonur þeirra var síðan lagður inn á nýbura- og ungbarnagjörgæslu vegna lágs súrefnismagns. Þetta kemur fram í myndskeiðinu, en þau segja þó allt ganga vel og að sonur þeirra sé undir góðu eftirliti. 

Með 16,8 milljónir fylgjenda

Fyrir eiga þau dótturina Poppy sem verður tveggja ára 11. maí. Þau hafa verið dugleg að deila myndskeiðum frá fjölskyldulífinu á TikTok-reikningi sínum, en samanlagt eru þau með 16,8 milljónir fylgjenda á miðlinum. 

mbl.is