Lindsay Lohan ólétt að sínu fyrsta barni

Lindsay Lohan er ólétt
Lindsay Lohan er ólétt Robin Marchant

Leikkonan Lindsay Lohan er ólétt og á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Bader Shammas. Hún tilkynnti fréttirnar á Instagram með því að birta mynd af hvítri samfellu með áletruninni „coming soon“. 

Lohan var ein bjartasta stjarnan í Hollywood á sínum yngri árum og sló í gegn með hlutverkum í myndum á borð við The Parent Trap, Mean Girls og Freaky Friday en þar lék hún einmitt á móti Jamie Lee Curtis sem tók heim Óskarsverðlaunin síðastliðið sunnudagskvöld. 

Lohan og eiginmaður hennar, fjármálaráðgjafi hjá Credit Suisse, kynntust þegar hún fluttist til Dubai fyrir um það bil sjö árum síðan. Þau hófu samband sitt nokkrum árum eftir það og staðfestu að þau væru gift í fyrra. 

Það er ekki vitað hvenær barnið er væntanlegt í heiminn en faðir Lohan, Micheal Lohan, hefur þegar sagt að dóttir sín muni verða yndisleg móðir.

mbl.is