Með sérstökum herramanni á dreglinum

Helen Mirren og Basil á frumsýningu Shazam! í Los Angeles.
Helen Mirren og Basil á frumsýningu Shazam! í Los Angeles. AFP/Robyn Beck

Óskarsverðlaunaleikkonan Helen Mirren kom með einstakan mann í lífi sínu á frumsýningu kvikmyndarinnar Shazam! Fury of the Gods á dögunum. Með henni kom nefnilega stjúp-ömmustrákurinn hennar, Basil. 

Basil litli er sonur Alexander Hackford, yngsta stjúpsonar Mirren, og var hann vel til hafður, í dökkum gallabuxum, bláum gallajakka og svörtum strigaskóm. 

Sjálf var Mirren í glæsilegum svörtum kjól með silfur eyrnalokka við. 

Basil litli fékk að upplifa heimsfrumsýningu á Shazam!
Basil litli fékk að upplifa heimsfrumsýningu á Shazam! AFP/Robyn Beck
mbl.is