Grét þegar hún fékk ekki kort á mæðradaginn

Rio og Kate Ferdinand.
Rio og Kate Ferdinand. Skjáskot/Instagram

Eiginkona Rio Ferdinand, Kate Ferdinand, viðurkennir að hafa lokað sig inni í herbergi til þess að gráta þegar hún fékk ekki kort á fyrsta mæðradaginn eftir að þau urðu fjölskylda og hún stjúpmóðir þriggja barna.

Ferdinand hjónin byrjuðu saman árið 2017 en hann var þá ekkill með þrjú börn. Sambandið varð fljótt mjög alvarlegt og fyrr en varði var hún flutt inn á heimilið og gekk börnunum í móðurstað. 

„Ég var kannski búin að búa þarna í sex mánuði. Þó að ég sé ekki líffræðileg móðir þeirra þá fannst mér ég vera búin að taka að mér þetta hlutverk. Mér fannst ég vera mamma.“

„Ég sagði við Río að ég hafði búist við að fá kort. Mér leið mjög illa að segja frá þessu að ég fór inn í herbergi og hágrét. Svo fannst mér ég vera eigingjörn og sjálfselsk að vilja fá kort.“

Rio segist ekki hafa áttað sig á mikilvægi dagsins fyrir hana.

„Ég var ekki meðvitaður um hversu mikilvægt þetta hlutverk var. Það eina sem ég hugsaði um var hversu erfiður þessi dagur hlyti að vera börnunum sem höfðu misst eigin móður og við vorum að fara að heimsækja leiði hennar. Ég þurfti bara að þrauka daginn,“ segir Rio Ferdinand í hlaðvarpsþætti eiginkonunnar Blended.

Hjónin eiga von á öðru barni sínu saman. En Rio …
Hjónin eiga von á öðru barni sínu saman. En Rio átti þrjú börn fyrir. AFP
mbl.is