Íslensk verslun býður fólki í fermingarmyndatöku

Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðsmála hjá Elko segir að niðurstöður könnunar …
Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðsmála hjá Elko segir að niðurstöður könnunar hafi komið á óvart. Ljósmynd/Samsett

Um fjórðungi finnst fermingarmyndin sín hræðileg og væri til í að fara aftur í myndatöku. Ríflega helmingur er ánægður með fermingarmyndina sína.

Þetta kemur fram í könnun sem raftækjaverslunin Elko gerði á dögunum. Af því tilefni ætlar Elko að bjóða viðskiptavinum sínum í fermingarmyndatöku í verslun sinni í Lindum í Kópavogi. 

„Það þarf bara að mæta því kyrtlar og aðrir leikmunir eru á staðnum. Fólk hefur svo tækifæri til þess að skrá sig í fermingarmyndaleik þar sem í vinning er 100 þúsund króna inneign í ELKO,“ segir Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðsmála hjá Elko í tilkynningu. 

Fermingarúrið minnisstæðasta gjöfin

Margt forvitnilegt kom í ljós í fermingarkönnun Elko. Könnunin var send út á póstlista og samfélagsmiðla fyrirtækisins hinn 10. mars síðastliðinn. Alls svöruðum 6.055 manns könnuninni. 60 prósent svarenda voru á aldrinum 18 til 50 ára, rúm 27 prósent 51 til 64 ára og 12 prósent 65 ára eða eldri. 1,8 prósent voru undir 18 ára. 

Fermingarúrið stendur upp úr sem minnisstæðasta fermingargjöfin. Auk þess að forvitnast um minnisstæðustu gjöfina var spurt út í ýmislegt fermingartengt, svo sem hvað fólk myndi helst langa í væri það að fermast í ár, hvort það væri fermt, og hvaða veitingar væru í uppáhaldi í fermingarveislum.

„Við höfum gaman af könnunum sem þessum og teljum líka gagnlegt að leiða fram áhugaverðar staðreyndir og breytur sem þessar í tengslum við fermingar- og jólagjafir en við framkvæmdum samskonar könnun í nóvember síðastliðnum. Sumt kemur á óvart í þessari könnun og annað ekki. Til dæmis eru 95 prósent fermd í kirkju og tæp fjögur prósent borgaralega en fróðlegt væri að vita skiptinguna hjá fermingarbörnum í ár,“ segir Arinbjörn.

Rúmur helmingur er ánægður með fermingarmyndina sína en fjórðungi finnst …
Rúmur helmingur er ánægður með fermingarmyndina sína en fjórðungi finnst hún hræðileg og vill láta smella nýrri af sér.

Heitir brauðréttir vinsælastir

Af minnisstæðum fermingargjöfum komu á eftir úrinu hljómflutningstæki í öðru sæti, fartölva, rúm og myndavél. Í sjötta sæti voru svo peningar og því ljóst að fólki er minnisstæðara að fá innpakkaða gjöf en peninga. Þá kemur í ljós að fólk langar í margvíslega hluti væri það að fermast nú, en þar voru efst á blaði fartölvur, leikjatölvur og símar. Þar á eftir komu svo sjónvörp, snjallúr, heyrnartól og hátalarar.

Könnun Elko leiddi jafnframt í ljós að flestir hafa hefðbundnar óskir þegar kemur að veislumat í fermingum, en þrjú efstu sætin verma heitir brauðréttir, brauðtertur, auk pinnamats og snitta. Í fjórða sæti er heitur veislumatur, aðalréttur og meðlæti, en þar á eftir koma svo margvíslegar kökur og sætmeti, frá marengs- og kransakökum yfir í döðlugott.

Efstu tíu sæti óskalistans:

 1. Sjónvarp
 2. PlayStation5
 3. iPhone
 4. Snjallúr
 5. Macbook fartölva
 6. Samsung snjallsími
 7. PC fartölva
 8. Góður hátalari
 9. Spjaldtölva
 10. Heyrnartól (yfir eyra)

Tíu eftirminnilegustu fermingargjafirnar:

 1. Úr
 2. Græjur
 3. Fartölva
 4. Rúm
 5. Myndavél
 6. Peningar
 7. Sjónvarp
 8. Skatthol
 9. Hringur
 10. Hestur

Uppáhaldsveitingar í fermingarveislu:

 1. Heitir brauðréttir
 2. Brauðtertur
 3. Pinnamatur/snittur
 4. Veislumatur (kjöt, sósa og meðlæti)
 5. Marengsterta
 6. Kransakaka
 7. Klassísk fermingarkaka
 8. Súkkulaðikaka
 9. Rice crispies góðgæti
 10. Döðlugott

Ertu fermd/ur?

 • Já, í kirkju – 94,9%
 • Já, borgaralega – 3,5%
 • Nei – 1,6%

Hvernig var fermingarmyndin þín?

 • Bara mjög fín – 53%
 • Hræðileg, ég væri til í að taka hana aftur – 24%
 • Ég fór ekki í fermingarmyndatöku – 21%
 • Ég fermdist ekki – 2%
mbl.is