Jane the Virgin-stjarna orðin móðir

Gina Rodriguez og eiginmaður hennar, Joe LoCicero, eignuðust dreng á …
Gina Rodriguez og eiginmaður hennar, Joe LoCicero, eignuðust dreng á dögunum. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Gina Rodriguez og eiginmaður hennar, Joe LoCicero, eru orðnir foreldrar. Þau tóku á móti sínu fyrsta barni saman nýverið. 

Þetta staðfesti People og greindi jafnframt frá því að hjónin hefðu eignast son. Rodriguez tilkynnti óléttuna á 38 ára afmæli sínu hinn 30. júlí síðastliðinn með einlægu myndskeiði á Instagram. 

Rodriguez er líklega þekktust fyrir að fara með aðalhlutverk þáttanna Jane the Virgin á árunum 2014 til 2019. Hún kynntist LoCicero á tökustað þáttanna árið 2016, en þau gengu í það heilaga árið 2019. 

mbl.is