Sónarmynd leikkonu vekur athygli

Hilary Swank á von á tvíburum í apríl.
Hilary Swank á von á tvíburum í apríl. Ljósmynd/Mario Anzuoni

Million Dollar Baby-stjarnan Hilary Swank sem á von á tvíburum með eiginmanni sínum, Philip Schneider, deildi nýlega sónarmynd á Instagram með aðdáendum sínum. Þar sagði hún í léttu gríni að annað barnanna liti út fyrir að vera að hnykla vöðvana fyrir myndavélina og bara strax byrjað að sýna sig og það í móðurkviði. 

„Barn A hnyklar vöðvana fyrir myndavélina,“ skrifaði leikkonan við færsluna og setti myllumerkin #RealMillionDollarBaby og #PrizeFighter þar við.

Aðdáendur Swank voru ekki lengi að bregðast við póstinum og höfðu mjög gaman af því að sjá meðgönguhúmorinn hjá leikkonunni og skrifaði einn aðdáanda hennar: „Segðu mér að þú sért barn Hilary Swank án þess að segja mér að þú sért barn Hilary Swank“.

Swank og Schneider gengu í hjónaband árið 2018 og tilkynntu um óléttuna í október á síðasta ári. 

„Þetta er eitthvað sem ég hef viljað í langan tíma og það næsta sem ég ætla að verða er móðir,“ sagði hún í þættinum Good Morning America. „Ég trúi því varla en ég er að verða móðir, og tveggja barna móðir. Já, ég trúi því ekki.“

Tvíburarnir eru settir að fæðast á afmælisdegi föður Swank, 16. apríl, en hann lést í október 2021. 

View this post on Instagram

A post shared by Hilary Swank (@hilaryswank)

mbl.is