Emil skákar Viktori

Nafnið Emil naut mikilla vinsælda á síðasta ári, líkt og …
Nafnið Emil naut mikilla vinsælda á síðasta ári, líkt og leikritið um Emil í Kattholti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Emil var vinsælasta fyrsta eiginnafn meðal nýfæddra drengja á síðasta ári en 42 drengjum var gefið nafnið. Næst vinsælustu nöfnin voru Viktor og Aron. Embla var vinsælasta fyrsta eiginnafn meðal nýfæddra stúlkna, en 30 stúlkum var gefið nafnið. Þar á eftir voru nöfnin Aþena og Emma. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðskrár.

Ef horft er á samanburð milli ára má sjá að drengjanafnið Emil tekur fyrsta sætið af Aron. Viktor tekur stökk frá þrítugasta sæti í annað sæti og Birnir hækkar verulega.

Hvað stúlkurnar varðar má sjá að Embla heldur fyrsta sætinu, í öðru sæti er Aþena sem hækkar um nokkur sæti og í því þriðja er Emma. Nafnið Lilja tekur hástökk á milli ára, fer úr 68. sæti í það fjórða.

10 vinsælustu barnanöfnin 2022:

 1. Emil - 42
 2. Viktor - 38
 3. Embla - 30
 4. Aron - 28
 5. Birnir - 28
 6. Jökull - 26
 7. Aþena - 26
 8. Alexander - 25
 9. Erik - 23
 10. Emma - 23

10 vinsælustu nöfn drengja 2022

 1. Emil
 2. Viktor
 3. Aron
 4. Birnir
 5. Jökull
 6. Alexander
 7. Erik
 8. Matthías
 9. Jón
 10. Kári

10 vinsælustu nöfn stúlkna 2022

 1. Embla
 2. Aþena
 3. Emma
 4. Lilja
 5. Matthildur
 6. Sara
 7. Emilía
 8. Anna
 9. Katla
 10. Ylfa
mbl.is