Varð óvænt ófrísk 56 ára í miðjum tíðahvörfum

Brasilíska leikkonan Claudia Raia, sem er 56 ára gömul, eignaðist …
Brasilíska leikkonan Claudia Raia, sem er 56 ára gömul, eignaðist son hinn 11. febrúar síðastliðinn. Samsett mynd

Brasilíska leikkonan Claudia Raia og eiginmaður hennar, Jarbas Homem de Mello, tóku nýverið á móti sínu fyrsta barni saman. Raia, sem er 56 ára gömul, var í miðjum tíðahvörfum þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. 

Hinn 11. febrúar síðastliðinn kom sonur Raia og de Mello í heiminn. Hann hefur þegar fengið nafnið Luca og er fyrsta barn hjónanna saman. Fyrir á Raia tvö börn, 19 ára dóttur og 25 ára son, sem hún deilir með leikaranum Edson Celulari. 

Þegar Raia komst á fimmtugsaldurinn fóru hjónin í glasafrjóvgunarmeðferð. Meðferðin bar þó ekki árangur og ákváðu þau því að þriðja barnið væri ekki í spilunum hjá fjölskyldunni. 

View this post on Instagram

A post shared by Claudia Raia (@claudiaraia)

„Ég ætla að reyna einu sinni“

„Ég átti mjög alvarlegt samtal við Guð. Ég sagði: „Ég ætla ekki að reyna oftar en einu sinni. Ég ætla ekki að ögra örlögunum. Ég ætla að reyna einu sinni, og ef það virkar, þá er það allt í lagi. Og ef það gerist ekki, þá mun ég líka skilja það,“ sagði hún í viðtali í september síðastliðnum. 

Raiu var brugðið þegar hún komst að því að hún væri ófrísk 56 ára gömul, þremur árum eftir að læknar sögðu henni að hún væri byrjuð á tíðahvörfum. Fram kemur á vef People að fréttirnar hafi bæði komið læknateyminu og fjölskyldunni verulega á óvart. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert