Sakar Sudeikis um að steypa sér í skuldir

Olivia Wilde og Jason Sudeikis.
Olivia Wilde og Jason Sudeikis. AFP

Olivia Wilde sakar fyrrverandi eiginmann sinn, Jason Sudeikis, um að reyna að koma sér í skuldafen vegna forræðisdeilu þeirra. Segir hún að hann reyni markvisst að draga málaferli á langinn svo hún þurfi að greiða meira í málskostnað. 

Forræðisdeila Wilde og Sudeikis hefur að mestu leyti snúið að því hvort börn þeirra eigi að búa í Los Angeles eða New York. Sudeikis fór nýlega fram á að málið yrði tekið fyrir í New York-borg, þar sem hann er búsettur.

Dómari hafnaði þeirri beiðni og verður málið því áfram tekið fyrir í Los Angeles, þar sem Wilde og börnin tvö eru búsett. Wilde segir að engin ástæða sé fyrir því að börnin búi í New York, þar sem þau hafa að mestu alist upp í Los Angeles. 

Wilde segist hafa haldið að friðsamleg lausn á deilu þeirra væri í kortunum og hafi það því komið henni á óvart þegar hún frétti af nýjustu lagaklækjum Sudeikis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert