Átti frídag með fjölskyldunni

Meghan Trainor ásamt eiginmanni sínum, Daryl Sabara.
Meghan Trainor ásamt eiginmanni sínum, Daryl Sabara. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Meghan Trainor átti verðskuldaðan frídag í faðmi fjölskyldunnar í vikunni. Hún sást í skoðunarferð um Sydney ásamt eiginmanni sínum, Daryl Sabara, eins árs syni þeirra, Riley og barnfóstru hans. 

Bandaríska söngkonan, 29 ára, er ólétt að öðru barni þeirra hjóna og sást hún með blómstrandi óléttubumbu. 

Trainor og Sabara, 30 ára, voru innileg hvort við annað í göngutúrnum og héldust í hendur samkvæmt myndum sem birtust á síðu Dailymail

Trainor, sem er þekkt fyrir lögin All About That Bass og Made You Look er stödd í Ástralíu vegna upptöku á áströlsku raunveruleikakeppninni, „Australian Idol“. Hún er einn fjögurra dómara. 

mbl.is