Fermingarveislan sem þú gleymir ekki!

Partístemning í fermingarveislunni.
Partístemning í fermingarveislunni. Samsett mynd

Það er hægt að gera fermingarveislur hrikalega skemmtilegar og flottar með nokkrum einföldum og góðum ráðum. Hér eru nokkur góð ráð til þess að gera veisluna ógleymanlega!

Liturinn býr til stemningu

Mörg fermingarbörn byrja á því að velja þemalit fyrir veisluna í samráði við foreldra. Út frá því er hægt að velja blöðrur, servíettur og kerti í sama lit. Með þessari einföldu aðferð má breyta köldum sal í hátíðlegan veislusal eða stofunni í nýtt og spennandi svæði. Ef fermingarbarnið vill leigja krapvél getur krapið jafnvel verið í sama lit.

Sagði einhver blátt þema?
Sagði einhver blátt þema? Ljósmynd/Colourbox
Skemmtileg skraut býr til góða stemningu. Þessi kögurlengja fæst í …
Skemmtileg skraut býr til góða stemningu. Þessi kögurlengja fæst í versluninni Confetti Sisters. Ljósmynd/Confetti Sisters
Blöðrur gera salinn eða stofuna hátíðlega. Þessi risablaðra með confetti-mynstri …
Blöðrur gera salinn eða stofuna hátíðlega. Þessi risablaðra með confetti-mynstri fæst í Allt í köku. Ljósmynd/Allt í köku
Það er skemmtilegt að bjóða upp á sódavatn með ávöxtum …
Það er skemmtilegt að bjóða upp á sódavatn með ávöxtum út í og setja í krukku með krana. Ljósmynd/IKEA

Varðveittu veisluna á filmu

Stundum gleymist að taka myndir í fermingarveislum og þá getur verið gott að búa til sérstakt myndahorn með skemmtilegum bakgrunni í stíl við þemalit veislunnar. Það brýtur upp veisluna fyrir gestina að taka myndir og svo nýtast þær í gestabækurnar. Myndakassar eru alltaf skemmtilegir en einnig er hægt að taka myndir með gamaldags poloroid-myndavél. Tilvalið er að taka myndir með fermingarbarninu.

Það er alltaf skemmtilegt að taka skyndimyndir með Polaroid-vél. Þessi …
Það er alltaf skemmtilegt að taka skyndimyndir með Polaroid-vél. Þessi Polaroid-myndaél fæst í Elko.
Myndakassi er nauðsynlegur í allar góðar veislu. Þessa er hægt …
Myndakassi er nauðsynlegur í allar góðar veislu. Þessa er hægt að leigja hjá Instamyndum. Ljósmynd/Instamyndir
Það má búa til skemmtilegt myndahorn með litum, glimmeri og …
Það má búa til skemmtilegt myndahorn með litum, glimmeri og diskókúlu. Ljósmynd/Unsplash.com/No Revisions
Það er nauðsynlegt að skrifa í gestabókina. Þessi gestabók fæst …
Það er nauðsynlegt að skrifa í gestabókina. Þessi gestabók fæst í Forlaginu. Ester Magnusdottir

Allir elska nammi

Ekki vilja allir háma í sig marsípankökur en það elska allir sælgæti. Nammibarir eru nauðsynlegir í allar veislur í dag. Það er einfalt að búa til nammibari með því að kaupa krukkur í ódýrum verslunum, nota skeiðar eða tangir, kaupa gott nammi og bjóða upp á poka. Ef fólk vill ekki nammi í eftirrétt vill það örugglega taka nammi með sér heim.

Nammibarinn getur verið skrautlegur.
Nammibarinn getur verið skrautlegur. Ljósmynd/Unsplash.com/Robert Anasch
Það er nauðsynlegt að vera með flotta nammipoka fyrir nammið …
Það er nauðsynlegt að vera með flotta nammipoka fyrir nammið í nammibarnum. Þessir eru frá Partývörum. Ljósmynd/Partývörur
Nammikrukka fyrir nammibarinn í veislunni. Þessi krukka fæst Söstrene Grene.
Nammikrukka fyrir nammibarinn í veislunni. Þessi krukka fæst Söstrene Grene. Ljósmynd/Söstrene Grene
Krukka fyrir nammi. Þessi krukka fæst í IKEA.
Krukka fyrir nammi. Þessi krukka fæst í IKEA.




Ekki gleyma smáfólkinu

Ef yngstu börnunum í fjölskyldunni er boðið í veisluna er gott að hugsa um afþreyingu fyrir börnin. Það er hægt að útbúa lítið horn með litum og blöðum. Svo er jafnvel hægt að fara í bingó með börnunum eða jafnvel öllum gestum. Ef fermingarveislan er fyrir páska er hægt að vera með páskaegg í vinning.

Það er sniðugt að vera með liti og blöð fyrir …
Það er sniðugt að vera með liti og blöð fyrir yngstu gestina. Ljósmynd/Unsplash.com/Markus Spiske
Það er sniðugt að spila bingó í fermingunni.
Það er sniðugt að spila bingó í fermingunni. Ljósmynd/Colourbox
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »