Breyttu nafni dótturinnar í „?“

Fyrrverandi parið Elon Musk og Grimes.
Fyrrverandi parið Elon Musk og Grimes. AFP

Tónlistarkonan Grimes segist hafa breytt nafni eins árs gamallar dóttur sinnar og Elon Musk, eiganda Twitter. Hún segir nýja nafn dóttur þeirra vera „?“

Grimes tilkynnti þetta í tísti á fimmtudaginn. Hún segir að stjórnvöld muni ekki viðurkenna táknið sem sé merki um „forvitni, eilífu spurninguna ... og þess háttar“. Það þykir því líklegt að löglegt nafn dótturinnar sé enn Exa Dark Sideræl.

Í tístinu bendir hún á að reglur í Kaliforníu, sem kveða á um að mannanöfn, segi að nöfn geti aðeins verið stafsett með bókstöfum úr enska stafrófinu. Þá sé tákn, eins og spurningarmerkið, og tölur ekki leyfileg. 

Dóttirin er annað barn Musk og Grimes saman og kom í heiminn með aðstoð staðgöngumóður. Fyrir áttu þau son sem kom í heiminn árið 2020, en nafn hans vakti heimsathygli. Sonurinn fékk nafnið X Æ A-12 en er gjarnan kallaður X. 

mbl.is