Fékk besta uppeldisráðið frá meðleikara sínum

Josh Peck og Hilary Duff sem leika í þáttaröðinni, How …
Josh Peck og Hilary Duff sem leika í þáttaröðinni, How I Met Your Father. Skjáskot/Instagram

Skömmu áður en bandaríski leikarinn Josh Peck eignaðist sitt annað barn ásamt eiginkonu sinni, Paige O'Brien, fékk hann afar hjálpleg ráð frá meðleikara sínum, fyrrum barnastjörnunni Hilary Duff. 

„Hún á þrjú börn og gaf mér frábær ráð þegar Shai var að fæðast,“ sagði fyrrverandi Nickelodean–stjarnan við Us Weekly. „Hún sagði: „Þegar þú kemur með Shai heim af fæðingardeildinni, láttu þá Max, sem er eldri sonur minn, gefa Shai skoðunarferð um húsið.

Láttu hann sýna honum alla uppáhaldsstaðina sína í leikherberginu og hvaðeina, en passaðu bara upp á að honum líði í raun eins og hann sé að bjóða Shai velkominn inn á heimili fjölskyldunnar.“

Fjölskylduráð Duff virkaði

Þetta fjölskylduráð Duff virðist hafa virkað vel því eiginkona Peck, Paige O'Brien, sagðist hafa haft miklar áhyggjur af því hvernig eldri sonurinn tæki við nýja fjölskyldumeðlimnum.

„Við höfðum smá áhyggjur af því hann var búinn að hafa svo mikinn tíma fyrir sig með okkur og fá alla athyglina og vorum við því ekki viss um hvort þetta ætti eftir að verða mikil breyting.“

Peck, sem leikur ásamt Duff í þáttunum How I Met Your Father, tilkynnti um fæðingu sonar síns, Shai í október 2022 og þökk sé ráðum Duff hefur Max tekið hlutverki stóra bróður vel.

mbl.is