Harry Potter verður pabbi

Leikarinn Daniel Radcliffe á von á sínu fyrsta barni með …
Leikarinn Daniel Radcliffe á von á sínu fyrsta barni með kærustu sinni, Erin Darke. AFP

Harry Potter-leikarinn Daniel Radcliffe á von á sínu fyrsta barni með kærustu sinni, leikkonunni Erin Darke. 

„Daniel er svo spenntur að verða pabbi. Samband hans við Erin er mjög sérstakt og allir halda að þau verði frábærir foreldrar,“ sagði heimildamaður The Sun. „Þau hafa haldið fréttunum fyrir sig hingað til en hún getur ekki falið óléttukúluna lengur.“

Radcliffe og Darke hafa verið saman í meira en áratug. Þau kynntust á tökustað kvikmyndar sem þau unnu bæði að og lýsa kynnum sínum sem ást við fyrstu sýn. 

Parið hefur haldið sambandi sínu fjarri sviðsljósinu, en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem þau léku frumraun sína á rauða dreglinum. 

Frumraun Erin Darke og Daniel Radcliffe á rauða dreglinum.
Frumraun Erin Darke og Daniel Radcliffe á rauða dreglinum. AFP
mbl.is