Gaman að koma heim og opna gjafirnar

Guðmundur Oliver fermingardrengur - Rán Bjargar Photography
Guðmundur Oliver fermingardrengur - Rán Bjargar Photography Ljósmynd/Rán Bjargar Photography

Guðmundur Oliver Ágústsson fermdist í Grafarvogskirkju hinn 9. apríl í fyrra en Guðmundur er núna í 9. bekk í Víkurskóla í Grafarvogi. Dagurinn var mjög afslappaður og lauk með því að gjafirnar voru opnaðar heima.

Hvernig var fermingardagurinn þinn?

„Hann byrjaði snemma um morguninn og það var gaman að hitta alla vini mína í kirkjunni og svo alla fjölskylduna og vinafólk í veislunni. Það var gaman að koma síðan heim eftir veisluna og opna allar gjafirnar.“

Kom eitthvað óvænt upp á?

„Það gekk allt eftir áætlun enda eru mamma og pabbi ekki stressaðar týpur.“

Hvernig var veislan?

„Veislan var skemmtileg og afslöppuð, ég bauð upp á smárétti eins og sushi, kjúklingaspjót, vængi, beikonvafðar döðlur og djúpsteiktar risarækjur. Svo var ég með kökuhlaðborð og nammibar. Pabbi hélt ræðu fyrir mig og vorum við með páskabingó og litaborð fyrir krakka. Ég fékk að ráða matnum og kökunum sjálfur og valdi lime-grænan sem þema. Sushi er mitt uppáhald þannig að það var mjög gott. Við notuðum skírnargestabókina mína sem fermingargestabók líka þar sem það var nóg af blaðsíðum í henni. Við tókum polaroid-myndir og límdum inn í bókina.“

Hvað fékkstu í fermingargjöf?

„Ég fékk tvær bækur, rúmföt og peninga. Peningana lagði ég inn á sparnaðarreikning.“

Hvernig voru fermingarfötin þín?

„Ég var í jakkafötum, pólóbol og strigaskóm.“

Hvað var skemmtilegast við allt fermingarferlið?

„Að hitta alla í veislunni og fá að hafa uppáhaldsmatinn minn í veislunni.“

Myndaveggurinn gerði salinn persónulegan.
Myndaveggurinn gerði salinn persónulegan. Ljósmynd/Aðsend
Nammibarinn kom vel út.
Nammibarinn kom vel út. Ljósmynd/Aðsend
Fermingarbarnið valdi þemalitinn.
Fermingarbarnið valdi þemalitinn. Ljósmynd/Aðsend
Veislan var afslöppuð.
Veislan var afslöppuð. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert