Fékk hest og hnakk

Aðalbjörg Birna Haraldsdóttir og hesturinn Skagfjörð.
Aðalbjörg Birna Haraldsdóttir og hesturinn Skagfjörð. Ljósmynd/Karl Ólafsson

Aðalbjörg Birna Haraldsdóttir fermdist í Lágafellskirkju hinn 9. apríl í fyrra. Fermingardagurinn var æðislegur í alla staði og fékk Aðalbjörg í fermingargjöf ýmislegt tengt hestamennsku sem hefur nýst afar vel.

Hvernig var fermingardagurinn þinn?

„Dagurinn var æðislega skemmtilegur. Þetta var auðvitað svolítið stressandi en samt geggjaður dagur í alla staði.“

Kom eitthvað óvænt upp á?

„Allt gekk samkvæmt áætlun hjá mér. Mamma var kannski pínu stressuð að vera of sein með mig í kirkjuna eftir förðun og hárgreiðslu en þetta slapp allt.“

Hvernig var veislan?

„Ég var með tvær veislur sama daginn, sú fyrri var hjá pabba og stjúpmömmu minni og seinni hjá mömmu og stjúppabba mínum. Við fundum engan sal fyrir stóra sameiginlega veislu þannig að veislurnar voru því tvær. Við buðum meðal annars upp á veitingar frá Lúx veitingum og í báðum veislunum voru kökur frá Önnu Konditori en kökurnar þaðan eru svo góðar. Mamma og pabbi hafa keypt kökur í allar veislur þar síðan ég var skírð. Uppáhaldið mitt úr veislunum var samt sushi og risarækjur.“

Aðalbjörg fór í förðun og hárgreiðslu.
Aðalbjörg fór í förðun og hárgreiðslu. Ljósmynd/Dóra Dúna

Hvað fékkstu í fermingargjöf?

„Frá mömmu og Kalla stjúppabba fékk ég hestinn Skagfjörð frá Kolkuósi. Frá pabba og Helgu stjúpmömmu fékk ég draumahnakkinn frá Hrímni. Síðan fékk ég reiðtygi og flestallt fyrir hestamennskuna í sama merki. Ég fékk líka fallegt skart og annað, ég elskaði að fá allar þessar gjafir. Peninginn setti ég inn á læsta bankabók til að eiga í framtíðinni.“

Hvernig voru fermingarfötin?

„Fermingarfötin fengum við í Gallerí 17. Ég var hrifnust af hvítum síðerma blúndukjól sem fékkst þar og svo fékk ég hælaskó í GS skóm. Ég vissi um leið og ég sá kjólinn að þetta væri kjóllinn minn. Tara stjúpsystir mín fermdist í eins kjól árið áður en hann var i öðrum lit.“

Hvað var skemmtilegast við allt fermingarferlið?

„Skemmtilegast fannst mér að undirbúa veislurnar meðal annars með því að skreyta og baka. Síðan fannst mér mjög gaman að hitta alla aftur, þar sem það hafði verið lítið um veislur í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Aðalbjörg.

Hestakonan Aðalbjörg á hestinum Skagfjörð í fermingarkjólnum.
Hestakonan Aðalbjörg á hestinum Skagfjörð í fermingarkjólnum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »