Sonur Flo Rida liggur alvarlega slasaður á gjörgæslu

NEW YORK, NY - MARCH 20: Singer/rapper Flo Rida attends …
NEW YORK, NY - MARCH 20: Singer/rapper Flo Rida attends Samsung's 2013 Television Line Launch Eventat Museum Of American Finance on March 20, 2013 in New York City. Stephen Lovekin/Getty Images/AFP == FOR NEWSPAPERS, INTERNET, TELCOS & TELEVISION USE ONLY == Stephen Lovekin

Sex ára gamall sonur rapparans Flo Rida liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir að hafa fallið út um glugga á fimmtu hæð íbúðar í New Jersey í Bandaríkjunum hinn 4. mars síðastliðinn. 

Fyrrverandi kærasta rapparans, Alexis Adams, höfðaði mál vegna slyssins á mánudag. Samkvæmt Page Six kemur fram í málsókninni að sonur Adams og Flo Rida sé með beinbrot í mjaðmagrind og á vinstri fæti, rifna lifur, samfallin lungu og innvortis blæðingar. 

Fæddist með sjaldgæfan taugasjúkdóm

Adams hélt því fram að byggingin hefði verði sett upp með „röngum stærðarhlífðum“ sem hefðu myndað „hættulegt ástand“ sem olli því að sonur hennar og Flo Rida – sem fæddist með sjaldgæfan taugasjúkdóm, féll „á steypta gangstéttina fyrir neðan gluggann.“

„Sem einstæð móðir barns með sérþarfir finnst mér þetta eins og martröð. Hjartað mitt er brotið í milljón bita,“ sagði Adams. „Ég er niðurbrotin, reið og á erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að barnið mitt hefur orðið fyrir alvarlegum meiðslum vegna vísvitandi gáleysis leigusala og annarra sem tóku þátt í því að gera ekki nauðsynlegar öryggisráðstafanir.“

Adams fer fram á skaðabætur, þóknun lögfræðings og greiðslu á spítalareikningum.

Flo Rida, sem er þekktastur fyrir lög á borð við Low og Right Round hefur ekki tjáð sig opinberlega um slysið. 

mbl.is