Flutti til Utah vegna barnanna

Katherine Heigl flutti frá Hollywood barnanna vegna.
Katherine Heigl flutti frá Hollywood barnanna vegna. AFP

Leikkonan Katherine Heigl segir að flutningur fjölskyldunnar til Utah hafi verið með hag barnanna í huga. Hún hafi ekki kunnað að ala upp börn sín í Los Angeles og hafi því flutt með fjölskylduna í öryggið á búgarð í Utah-fylki.

Heigl segir í viðtali við E!News að á búgarðinum njóti fjölskyldan sín betur í litla samfélaginu sem þar er að finna heldur en í stórborginni Los Angeles. Einnig sé lífið mun rólegra og eigi hún og maður hennar, Josh Kelley, auðveldara með að fylgjast með því hvað börnin þeirra fást við dagsdaglega. 

Föst búsetu börnunum mikilvæg

Heigl ferðast mikið vegna vinnunnar en finnst það mikilvægt að börnin búi við þann stöðugleika sem fylgir fastri búsetu. Þess vegna hafi hún ákveðið að ferðast sjálf á milli Utah og Vancouver, þar sem þættir hennar Firefly Lane eru teknir upp, í stað þess að flytja börnin með sér. Þrátt fyrir að þurfa að vera frá börnum sínum í einhvern tíma fyrir vikið sleppi börnin við að þurfa að skipta um skóla og umhverfi. 

Þegar Heigl er í burtu reynir hún að vera í eins miklu sambandi við fjölskylduna og hún getur. Hringir hún heim að minnsta kosti tvisvar til þrisvar í viku en oftast kemur vinnan í veg fyrir að hún geti verið við símann.

Þegar Heigl er svo heima tekur hún hlutverki sínu sem móðir mjög alvarlega og segist hún leggja vinnuna nánast alveg á hilluna.

mbl.is