Söngvakeppnisdrengur Bjargar kominn með nafn

Björg Magnúsdóttir og Tómas Kári.
Björg Magnúsdóttir og Tómas Kári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöl­miðlakon­an Björg Magnús­dótt­ir og aug­lýs­inga­hönnuður­inn Tryggvi Þór Hilm­ars­son gáfu syni sínum nafn um helgina. Sonurinn fékk nafnið Tómas Kári og er sannkallaður eurovisiondrengur. 

„Hann heitir Tómas Kári Tryggvason og er óendanlega heppinn með fólkið sitt. Takk fyrir ógleymanlegan dag,“ skrifaði Björg á instagramsíðu sína.

Björg nýtti Eurovision-helgina vel en hún hefur á undanförnum árum verið stödd með íslenska eurovisionhópnum erlendis en í ár var hún í fæðingarorlofi. 

„Ég komst að því að ég væri ólétt í miðri Söngv­akeppn­inni í fyrra þannig að litli maður­inn hóf líf sitt í Gufu­nes­höll­inni. Það eru all­ar lík­ur á því að hann verði eurovisi­onaðdá­andi – móður sinni til mik­ill­ar gleði,“ sagði Björg í viðtali við Morgunblaðið í vetur. 

Í byrjun maí var hún spurð hvernig væri að vera heima. 

„En lífið er ekk­ert annað en sam­an­safn tíma­bila og nú er ég með fimm mánaða gæja sem er að upp­lifa sitt fyrsta Eurovisi­on og þarf á móður sinni að halda til þess að leiða sig gegn­um það. Það er verk­efni sem ég mun leggja mig alla í,“ sagði Björg á dögunum spennt að fylgjast með af hliðarlínunni. 

View this post on Instagram

A post shared by Bjorgm (@bjorgmagnus)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert