Ekkja „tWitch“ þakkar börnum sínum fyrir allt

Allison Holker og Stephen „tWitch“ Boss giftu sig árið 2013 …
Allison Holker og Stephen „tWitch“ Boss giftu sig árið 2013 og áttu þrjú börn en Boss ættleiddi elstu dóttur Holker. Samsett mynd

Ekkja Stephen Boss, betur þekktur sem „tWitch“, deildi fallegri mynd af sér ásamt börnum sínum á Instagram í tilefni af mæðradeginum. Það hefur lítið farið fyrir Allison Holker á samfélagsmiðlum frá því að eiginmaður hennar svipti sig lífi hinn 13. desember 2022. Holker og Boss höfðu verið gift frá árinu 2013 og áttu saman þrjú börn en Boss ættleiddi elstu dóttur Holker.  

„Að vera móðir er stærsta gjöf lífs míns“

Hinn 14. maí birti Holker fallega færslu um börn sín: 

„Að vera móðir er stærsta gjöf lífs míns. Ég gæti vart verið þakklátari en fyrir það að vakna upp á hverjum morgni og sjá fallegu andlit þeirra. Að horfa á vöxt þeirra, þroska og þrautseigju hjálpar mér að halda áfram á hverjum einasta degi. Ég mun vernda börn mín með öllu sem ég á. 

Við erum að ganga í gegnum eitthvað sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Einhvern veginn höldum við áfram saman á hverjum degi. Ég elska ykkur, börnin mín og þakka ykkur fyrir að sýna mér styrk, ást og gleði,“ skrifaði Holker við færsluna.

Boss var án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt sem plötusnúður og alhliða skemmtikraftur í The Ellen DeGeneres Show og fékk hann fjölskyldu sína reglulega í heimsókn til sín í þáttinn. Holker og Boss heilluðu einnig netverja með myndböndum sínum á Instagram en þau dönsuðu saman í gegnum súrt, sætt, meðgöngur, kórónuveiruna og fleira. 

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert