Ráðleggur foreldrum að rækta tilfinningalæsi sona sinna

Jane Fonda sér eftir því að hafa ekki ræktað tilfinningalæsi …
Jane Fonda sér eftir því að hafa ekki ræktað tilfinningalæsi barna sinna nóg. AFP

Leikkonan Jane Fonda ráðleggur ungum foreldrum, þá sérstaklega drengja, að rækta tilfinningalæsi barna sinna. Segir hún að það sé hennar helsta eftirsjá í uppeldi sinna eigin barna að hafa ekki gert slíkt.

Fonda opnaði sig um móðurhlutverkið í nýlegu viðtali við Vanity Fair. Segist hún hafa gert ákveðna lífsrýni á sjálfri sér þegar hún varð sextug til þess að hjálpa sér að bæta upp fyrir misgjörðir sínar gagnvart fjölskyldumeðlimum sínum.

Meðan á þessu ferli stóð gerði Fonda sér grein fyrir því að mestmegnis af eftirsjá hennar tengdist uppeldi barna hennar. Tilfinninganæmi drengja er henni sérstaklega hugleikin og ráðleggur hún því öllum foreldrum að kenna drengjum sínum að það sé í lagi að biðja um hjálp og sína tilfinningar sínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert