Ætla ekki að eignast fleiri börn

Jesse Tyler Ferguson og Justin Mikita ætla sér ekki að …
Jesse Tyler Ferguson og Justin Mikita ætla sér ekki að fjölga í fjölskyldunni eins og er. AFP

Leikarinn Jesse Tyler Ferguson er ánægður með fjögurra manna fjölskylduna sína og segist ekki ætla að eignast fleiri börn. Hann á tvo syni, einn tveggja ára og annan sex mánaða, með eiginmanni sínum Justin Mikita.

Greindi Ferguson frá þessu í spjallþættinum The Jennifer Hudson Show, þegar Hudson spurði hann hvort þeir gætu hugsað sér að stækka fjölskylduna. Ferguson lét fylgja með svarinu að hjónin hefðu nóg að gera með að ala upp tvo syni eins og er. Meðal annars væru þeir að kenna eldri syninum að nota koppinn, sem væri mjög skemmtilegt en krefjandi.

mbl.is