Tvíburar trúlofaðar sama manninum og vilja verða ófrískar

Tvíburasysturnar Anna og Lucy DeCinque eiga dúkkudæturnar Annalise og Alönu …
Tvíburasysturnar Anna og Lucy DeCinque eiga dúkkudæturnar Annalise og Alönu með unnusta sínum, Ben Byrne. Samsett mynd

Frægustu eineggja tvíburar Ástralíu, Anna og Lucy DeCinque, gera allt eins og allt saman. Systurnar eru trúlofaðar sama manninum, fara saman í sturtu og á salernið, borða sama matinn og sama skammtinn. Þær klæða sig eins og vilja verða ófrískar eftir unnustann og það á sama tíma.

Tvíburasysturnar fæddust hinn 19. júlí 1985 í Perth í Ástralíu og fagna því 38 ára afmæli sínu í sumar. Þær eru bundnar órjúfanlegri tengslum en flestir og það landaði systrunum hlutverki í TLC-raunveruleikaseríunni Extreme Sisters, en hún sýnir frá óhefðbundnum systrasamböndum.

11 ár með unnustanum

Anna og Lucy líta á sig sem eina manneskju og geta þar af leiðandi aldrei verið í sundur. Systurnar verja öllum sínum tíma saman, vinna saman, deila rúmi, stunda kynlíf með unnusta sínum fyrir framan hvor aðra og þrátt fyrir að vera eineggja hafa þær varið tæplega 20 milljónum íslenskra króna í lýtaaðgerðir til þess að líkjast hvor annarri enn frekar. 

Í 11 ár hafa systurnar deilt maka, Ben Byrne, en hann á það sameiginlegt með unnustum sínum að vera sjálfur tvíburi en systurnar vilja þó bara þennan eina. Eftir öll þess ár með maka sínum fóru systurnar að finna fyrir löngun til að ganga með barn og fóru því á fund við kvensjúkdómalækni sem gerði þeim ljóst að það væri hálf ómögulegt að skipuleggja og ábyrgjast þungun þeirra á sama tíma. 

Þrátt fyrir efasemdir lækna og kunningja gerðu þær allt sem í valdi þeirra stóð til að verða ófrískar en ekkert gekk eftir og þær ákváðu þar af leiðandi að kæla hugmyndina enda hamingjusamar með Byrne. 

Æfa sig með dúkkum

Móðir stúlknanna, Jeanna, var spennt fyrir ömmuhlutverkinu og að sjá dætur sínar stíga þroskaskrefið sem kemur í því að verða móðir. Hún fékk því þá hugmynd að fjárfesta í setti af dúkkum sem líkjast ungabörnum að stærð og þyngd í þeirri von um að þetta myndi kveikja löngun þeirra á ný og færa þeim gleðina sem fylgir móðurhlutverkinu.

Önnu og Lucy brá í fyrstu við þessa heldur óvenjulegu gjöf en þær urðu fljótt spenntar fyrir nýju „börnunum“ og nefndu þær Annalise og Alana. Núna fylgja „börnin“ tvíburasystrunum allt sem þær fara og hafa þær verslað tvíburakerru, samfellur og fleira á þau en spurningin er hvort þau verða einhvern tíma raunveruleg og þá hvenær?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert