Kristrún með dótturina í Bugaboo-vagni

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, …
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fóru í göngutúr með dóttur Kristrúnar sem hvíldi sig í vagningum.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fór í dagsferð til Vestmannaeyja í gær. Hún fundaði með bæjarstjóranum, Írisi Róbertsdóttur, en með í för var dóttir Kristrúnar. Sú stutta, sem fæddist í febrúar, blundaði í Bugaboo-vagni á meðan móðir hennar fundaði.

Í þessari dagsferð tók Kristrún vinnufund á sjúkrahúsinu og á hjúkrunarheimilinu áður en bæjarbúum var boðið til fundar um heilbrigðismál í Vigtinni bakhúsi. 

Vagnarnir frá Bugaboo eru löngu orðnir klassískir en fyrirtækið var stofnað árið 1996 af Max Barenbrug og Eduard Zanen. Fyrsti vagninn kom á markað árið 1999 og urðu vagnarnir strax vinsælir. Kannski vegna þess að þeir voru sérhannaðir fyrir stórborgarlíf og fyrir framafólk sem þurfti að geta ferðast með börnin sín á auðveldan hátt. Vagnarnir eru léttir og auðveldir í notkun og gera það að verkum að það er ekkert mál að setja þá í skott á bíl eða vippa þeim inn í strætó án hjálpar. 

Það er því ekkert skrítið að Kristrún hafi valið sér þennan vagn fyrir dóttur sína. Vagninn hennar Kristrúnar er þó ekki splunkunýr heldur var hann keyptur notaður. 

Það eru ekki bara praktískar framakonur sem velja Bugaboo-vagna því merkið hefur verið vinsælt hjá stórstjörnum heimsins. Cardi B á til dæmis Bugaboo-vagn sem er með Dior-áklæði. Kristrún myndi náttúrlega aldrei bruðla með peninga eins og tónlistarkonan glysgjarna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert