Stjórnmál, lífsstíll og forsetakjör

Það er nóg um að vera í stjórnmálunum, hvort sem litið er til Austurvallar eða Bessastaða. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræða það allt í bland við smá slúður og glatt á hjalla.

Nýtt bankaráð greiði úr TM-klemmunni

Það verður sett í verkahring nýs bankaráðs Landsbankans að greiða úr þeirri flækju sem upp er komin í kjölfar kaupa fráfarandi bankaráðs á tryggingafélaginu TM. Kaupin voru gerð í skýrri andstöðu við vilja eiganda bankans.

„Mér finnst mjög gaman að skera upp“

Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni leið eins og hún væri komin heim þegar hún kom inn á skurðstofu í fyrsta skipti. Mikil aukning er á svuntuaðgerðum eftir að fólk fór í auknum mæli að fara í hjáveituaðgerðir og á megrunarlyf. Hún notar sína eigin aðferð þegar hún gerir svuntur sem hún hefur kynnt á læknaþingum erlendis.

Bækur fyrir og eftir konur

Bókabeitan hrindir úr vör bókaklúbbi með ljúflestrarbókum fyrir og eftir konur. Þær Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir hyggjast ræða um slíkar bækur í Bókasafni Kópavogs sumardaginn fyrsta.