Listaverkamarkaðurinn sveiflast

Jóhann Ágúst Hansen hjá Gallerí Fold hefur séð listaverkamarkaðinn sveiflast upp og niður í gegnum tíðina en tengdamóðir hans stofnaði fyrirætkið árið 1990. Hann segir hagsveifluna nú hafa áhrif, en þó kannski síst á dýrustu verkin.

Fjögurra frambjóðenda kapphlaup

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir fylgisaukningu Höllu Hrundar Logadóttur skýrt merki um að baráttan um Bessastaði verði milli fjögurra frambjóðenda. Það eru Halla Hrund, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr.

Viðvarandi einmanaleiki vaxandi vandamál

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur hefur síðustu ár skoðað einsemd frá ýmsum hliðum. Hún segir einmanaleika vera sammannlegt ástand sem snertir líf fólks á einhverjum tímapunkti æviskeiðsins, misoft og mismikið. Í þættinum varpar Aðalbjörg ljósi á orsök og afleiðingar einmanaleikans og hvaða úrlausna hægt er að grípa til taki svartnættið yfir sökum einsemdar.

Eiga von á skemmtilegra móti í ár

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á sunnudaginn kemur, 21. apríl, með tveimur leikjum. Knattspyrnusérfræðingarnir Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, Helena Ólafsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir fóru yfir spá íþróttadeildar mbl.is og Morgunblaðsins og veltu fyrir sér möguleikum liðanna tíu sem leika í Bestu deildinni í ár.