Persónuverndarstefna Eddu útgáfu


Edda útgáfa 710800-590, Hádegismóum 4, 110 Reykjavík, (hér eftir Edda eða fyrirtækið), leggur áherslu á vernd persónuupplýsinga viðskiptavina sinna og friðhelgi einstaklinga. Fyrirtækið kappkostar að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf.

Persónuupplýsingar eru allar þær upplýsingar sem auðkenna einstaklinga, svo sem nafn, kennitala, netfang, tengiliðaupplýsingar, kaupsaga og upplýsingar um notkun heimasíðu eða smáforrita.

Hvaða persónuupplýsingum er safnað?

Til að Edda geti veitt áskrifendum sínum og öðrum viðskiptavinum sem besta þjónustu þarf fyrirtækið að fá ýmsar persónuupplýsingar svo sem nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer.

Að auki gæti Edda, til að bæta upplifun af notkun vefsvæða sinna og smáforrita, safnað upplýsingum sem upp eru gefnar svo sem IP-tölum, lengd heimsóknar, viðbragðstíma síðna, hvað er opnað og smellt á. Einnig gæti fyrirtækið greint hvaða vafra viðkomandi notandi nýtir og hvaða tæki (sími, spjaldtölva eða borðtölva).

Upplýsingar um viðskipti, svo sem tegund þjónustu, vörukaup, reikningssögu, reikningsupphæðir, skuldastöðu og önnur atriði sem tengjast reikningagerð eru líka vistaðar.

Undir öllum kringumstæðum leitast Edda við að safna einungis þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir starfsemina og bætta þjónustu.

Notkun persónuupplýsinga

Gögnin eru notuð til að veita umbeðna þjónustu vegna áskrifta eða annara vörukaupa .

Einnig eru gögn geymd og notuð til að uppfylla lagaskyldu, í rekstrarlegum tilgangi svo sem vegna bókhalds og reikningsgerðar, til endurskoðunar og til að gæta lögmætra hagsmuna fyrirtækisins og annarra.

Persónuupplýsingar eru ekki notaðar í markaðslegum tilgangi nema samþykki liggi fyrir.

Geymsla persónuupplýsinga

Við geymslu persónuupplýsinga framfylgir Edda viðeigandi ráðstöfunum til að tryggja öryggi persónuupplýsinga í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Felur það meðal annars í sér að aðeins þeir starfsmenn hafa aðgang að persónuupplýsingum sem þess þurfa starfs síns vegna.

Veiting upplýsinga til þriðja aðila

Edda kann að miðla persónuuppplýsingum til þriðja aðila sem ráðnir eru af fyrirtækinu til að vinna fyrirfram ákveðna vinnu, svo sem þjónustuveitenda, umboðsmanna eða verktaka. Í þeim tilfellum gerir fyrirtækið vinnslusamning við viðkomandi aðila. Slíkur samningur kveður meðal annars á um skyldu hans til að fylgja fyrirmælum Fyrirtækisins um meðferð persónuupplýsinga og er honum óheimilt að nota þær í öðrum tilgangi. Jafnframt ber honum skylda til að tryggja öryggi upplýsinganna með viðeigandi hætti.

Edda miðlar einnig upplýsingum til þriðju aðila þegar skylda stendur til þess samkvæmt lögum eða þegar það er nauðsynlegt til að gæta lögmætra hagsmuna fyrirtækisins eða annarra.

Flutningur persónuupplýsinga út fyrir Evrópska efnahagssvæðið

Eddu er kunnugt um að ströng skilyrði gilda um flutning persónuupplýsinga til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrirtækið flytur ekki persónuupplýsingar til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins undir neinum kringumstæðum nema fullnægjandi heimild standi til þess samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Persónuvernd barna

Edda safnar ekki persónugreinanlegum upplýsingum einstaklinga yngri en 13 ára nema með samþykki forráðamanna og þá eingöngu til skráningar, utanumhalds og aðgreiningar vegna áskriftar.

Engin gögn vegna ólögráða einstaklinga eru notuð í markaðslegum tilgangi.

Þín réttindi

Hafir þú veitt samþykki þitt fyrir vinnslu tiltekinna persónuupplýsinga átt þú rétt samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 á að afturkalla samþykki þitt hvenær sem er. Sá réttur hefur þó ekki áhrif á lögmæti þeirrar vinnslu sem fram fór áður en samþykki var afturkallað. Þá nýtur þú einnig annarra réttinda, svo sem réttar til aðgangs að persónuupplýsingum um þig, réttar til að fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, réttar til að persónuupplýsingum um þig verði eytt, réttar til að hindra að unnið verði með persónuupplýsingar um þig og réttar til að flytja eigin gögn. Hafa skal í huga að réttindi þín eru ekki alltaf fortakslaus og kunna að vera háð skilyrðum.

Dragir þú í efa að Edda meðhöndli persónuupplýsingar þínar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga hefur þú rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd.

Frekari upplýsingar um persónuverndarstefnu

Frekari spurningar um hvernig Edda meðhöndlar persónuupplýsingar sendist á maria@edda.is

Breytingar á persónuverndarstefnu Eddu

Persónuverndaryfirlýsing þessi var samþykkt 20.janúar 2023 en verður endurskoðuð reglulega og uppfært ef þurfa þykir til samræmis nýjustu lögum og reglum.



EDDA PUBLISHING - PRIVACY POLICY


Edda Publishing Ltd., Hádegismóum 4, 110 Reykjavík, Iceland (hereinafter Edda or the company), emphasizes the protection of its customers' personal information and the privacy of individuals. The company strives to ensure that all processing of personal information is always in accordance with current personal data protection legislation.

What is personal information?

Personal information is all the information that identifies individuals, such as name, e-mail address, social security number, contact information, purchase history and information about the use of websites or small applications.

What personal information is collected?

In order for Edda to provide the best service to its subscribers and other customers, the company needs to receive various personal information such as name, social security number, address, email address and telephone number.

In addition, in order to improve the experience of using its websites and applications, Edda may collect information provided such as IP addresses, duration of visit, response time of pages, what is opened and clicked. The company could also identify which browser the respective user uses and which device (phone, tablet or desktop computer).

Information about transactions, such as the type of service, product purchased, account history, account amounts, debt status and other items related to invoicing are also saved.

Under all circumstances, Edda strives to collect only the information that is necessary for the operation and improved service.

Use of personal information

The data is used to provide the requested service due to subscriptions or other product purchases.

Data is also stored and used to fulfill legal obligations, for operational purposes such as accounting and invoicing, for auditing and to protect the legitimate interests of the company and others.

Personal information is not used for marketing purposes unless there is consent.

Storage of personal information

When storing personal information, Edda implements appropriate measures to ensure the security of personal information in accordance with the Act on Personal Protection and Processing of Personal Information no. 90/2018. It includes, among other things, that only those employees who need it for their job have access to personal information.

Provision of information to third parties

Edda may share personal information with third parties hired by the company to perform predetermined work, such as service providers, agents or contractors. In those cases, the company enters into a processing agreement with the relevant party. Such an agreement stipulates, among other things, his obligation to follow the Company's instructions regarding the handling of personal information and he is not permitted to use it for other purposes. Furthermore, he has an obligation to ensure the security of the information in an appropriate manner.

Edda also shares information with third parties when required to do so by law or when it is necessary to protect the legitimate interests of the company or others.

Transfer of personal data outside the European Economic Area

Edda is aware that strict conditions apply to the transfer of personal information to countries outside the European Economic Area. The company does not transfer personal data to countries outside the European Economic Area under any circumstances unless there is sufficient authorization to do so according to the Personal Data Protection and Processing Act no. 90/2018.

Children's privacy

Edda does not collect personally identifiable information of persons under the age of 13 except with the consent of the guardians and then only for registration and differentiation due to subscription.

No data regarding minors is used for marketing purposes.

Your rights

If you have given your consent for the processing of certain personal information, you have the right according to the Act on Personal Protection and Processing of Personal Information no. 90/2018 to withdraw your consent at any time. However, this right does not affect the legality of the processing that took place before consent was withdrawn. You also enjoy other rights, such as the right to access personal information about you, the right to have incorrect or misleading information corrected, the right to have personal information about you deleted, the right to prevent the processing of personal information about you and the right to transfer own data. Please note that your rights are not always absolute and may be subject to conditions.

If you doubt that Edda handles your personal data in accordance with the law on personal protection and the processing of personal data, you have the right to file a complaint with the Data Protection Authority.

More information about privacy policy

Further questions about how Edda handles personal data can be sent to maria@edda.is

Changes to Edda's privacy policy

This privacy statement was approved on Febrary 1st, 2023, but will be reviewed regularly and updated if necessary to comply with the latest laws and regulations.