Grundargarður 15-302 Húsavík 24.500.000 kr.
Höfðaberg
Verð 24.500.000 kr.
Fasteignamat 16.350.000 kr.
Brunabótamat 28.350.000 kr.
Áhvílandi Óuppgefið
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1985
Stærð 96.6 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 22. júní 2017
Síðast breytt: 10. desember 2018

Höfðaberg fasteignasala s: 588-7925
Grundargarður 15-302, Húsavík
Íbúðin er auð og laus til afhendingar.

3 herb. og 96,6 fm. íbúðareign á 3.hæð í fjöleignarhúsi, byggt 1985. Þar af er íbúð skráð 84,1fm. og geymsla í kjallara 12,5 fm..
Húsið er steypt, á 3 hæðum með 2 stigagöngum og stendur miðsvæðis í "Reitnum" sem er sameiginleg lóð 4 blokka. Gengið inn í stigagang A-megin frá götu.  Íbúðin skiptist í:  Forstofu, herbergisgang, 2 svefnherb., stofu, eldhús og baðherbergi. Gengið er inn í opna forstofu með fatahengi og efri skáp, og til vinstri er eldhúsið. Plastparkett á stofu, gangi og 2 herb. Flísar á eldhúsi, forstofu og baðherb..
Eldhús: Með ljósri, rúmgóðri viðarinnréttingu og flísar á milli n. og e. skápa. flísalagt gólf.
Baðherbergið: er með nettri hvítri innréttingu og þar er baðkar 
og gert ráð fyrir þvottavél og flísar á gólfi.
Stofan: er rúmgóð og gengið út á svalir V-megin.  Herbergi: 1 hjónaherb. og 1 barnaherb.. Fastir skápar eru í báðum herbergjum.
Teppi eru á stigum og stigapöllum sameignar, flísar á anddyri 
og lakkað í kjallara þar sem geymslur eru. Rúmgóð geymsla fyrir íbúðina er í kjallara og sameiginlegt þvottah./þurrkherb..
Viðhald: Skipt var um þakkant, rennur og niðurföll 2010 og múrviðgerð og málun var gerð 2011.
  Stutt síðan íbúðin var öll máluð að innan og stigagangurinn er allur nýmálaður og með nýju teppi og lítur vel út.
Stórar grasflatir eru við blokkina. Örstutt er í skóla og 
ýmsa aðra þjónustu.
Þinglýst eignaskiptayfirlýsing er til fyrir eignina og er hlutdeild íbúðar:
Í sameign allra 8,72%
Í sameign sumra 15,41%
Í Hitakostnaði 15,61%
Í Rafmagnskostnaði 16,67%
Í Heildarlóð 2,18%  

Kaupendur athugið - umsýslugjald sem kaupendur greiða, verði af kaupum, til Höfðabergs ehf., er 
43.400kr. með virðisaukaskatti.