Hafnartún 8 Siglufirði 21.900.000 kr.
Hvammur Fasteignasala
Verð 21.900.000 kr.
Fasteignamat 21.900.000 kr.
Brunabótamat 52.050.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 1977
Stærð 226.2 m2
Herbergi 6
Svefnherbergi 5
Stofur 1
Baðherbergi 2
Inngangur Margir inngangar
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 3. september 2017
Síðast breytt: 2. maí 2018

Hafnartún 8 Siglufirði -  6 herbergja parhúsaíbúð á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr.  Stærð 226,2 m² þar af telur bílskúr 33,0 m²
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti;
Efri hæð 113,1 m²:
 Forstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, hol og stofa. 
Neðri hæð 80,1 m²: Tvö svefnherbergi, hol, baðherbergi, þvottahús, geymsla og forstofa.

Forstofa/aðalinngangur: Flísar á gólfi. Forstofa á neðri hæð er án gólfefna, voru áður flísar.
Hol og stofa eru með plastparketi á gólfi og úr stofu er útgangur á steyptar svalir. Hringstigi er af holi niður á neðri hæð.
Eldhús er með plastparketi á gólfi og eldri innréttingu.
Baðherbergin eru tvö í húsinu. Baðherbergi efri hæðar er með dúk á gólfi, flísum á veggjum og baðkari. Baðherbergi neðri hæðar er flísalagt í hólf og gólf, sturta og ljós innrétting.
Svefnherbergin eru fimm, þrú á efri hæð og tvö á neðri hæð. Plastparket er á herbergjum efri hæðar og parket á herbergjum neðri hæðar. 
Þvottahús er með flísum á gólfi.
Geymsla er innaf þvottahúsi. Þar er flísar á gólfi.

Bílskúrinn er 33 m² að stærð og er ekki innangengur. Gönguhurð er við hliðina á innkeyrsluhurð.

Annað
-  Þak hefur lekið.
-  Lekið hefur inn í kjallara, þarf að drena.
-  Múrskemmdir eru á ytrabirgði eignar.
-  Útfellingar eru á mörgum stöðum á neðri hæð.
-  Loft er yfir húsinu og er lúga uppá það úr einu herbergjanna.
 

Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingarskidlu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti.