Rjúpnasalir 2 Kópavogi 44.900.000 kr.
Miklaborg
Verð 44.900.000 kr.
Fasteignamat 36.150.000 kr.
Brunabótamat 27.850.000 kr.
Áhvílandi Óuppgefið
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 2003
Stærð 96 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 29. nóvember 2017
Síðast breytt: 16. janúar 2018

***OPIÐ HÚS AÐ RJÚPNASÖLUM 2 ÍBÚÐ 203 KÓP. miðvikudag 24. janúar frá kl 17:30-18:00*** Miklaborg og Jórunn löggiltur fasteignasali kynna: Rjúpnasalir 2 Kópavogi, glæsileg 3-4 herbergja endaíbúð á annarri hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin einstaklega vel skipulögð, nýtist vel og gert er ráð fyrir geymslu innan íbúðar sem væri hægt að nota sem 4 herbergið, nýtt í dag sem vinnuherbergi. Eignin skipar forstofu, geymslu innan íbúðar, hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús og stofa, auk smágeymslu úti. Útgengt út á suðursvalir úr stofu. Rúmt um húsið, engin bygging sunnanmegin við húsið. Um er að ræða einstaklega snyrtilega og fallega íbúð. LAUS STRAX. Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Nánari lýsing :  Sameiginlegur inngangur í gegnum yfirbyggðan stiga. Komið er inn í rúmgóða forstofu með góðum skápum. Innangengt er inn í geymslu með glugga frá forstofu, sem er
nýtt í dag sem vinnuherbergi. Úr forstofu er hol sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðarinnar. Hjónaherbergið er bjart og rúmgott þar eru góðir skápar. Barnaherbergið er einnig með skápum. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Á baði er góð snyrtiaðstaða, baðkar með upphengdri sturtu. Einnig er á baði góð innrétting undir handlaug og skápur við hliðina á speglinum, en það er lýsing
fyrir ofan spegilinn. Stofur og eldhús liggja saman í opnu fallegu rými. Úr  borðstofu er útgengt úr á rúmgóðar svalir, þaðan er útsýni og rúmt um ekki hús fyrir framan. Stofan er mjög rúmgóð og björt. Eldhúsið er með góðri L laga ljósri viðarinnréttingu með graníti á borðum. Þvottahúsið er með góðri
vinnuaðstöðu og skolvaski. Gluggi er bæði á baðherbergi og þvottahúsi. Í snyrtilegri sameign fylgir eigninni önnur geymsla og sameiginleg hjóla og vagnageymsla.  Húsið er hannað með tilliti til að lágmarka viðhald, húsið er klætt að utan með áli.

Gólfefni: Á íbúðinni er náttúrusteinn.

Um er að ræða einstaklega fallega eign þar sem fermetrar nýtast vel og þar sem bæði geymsla og þvottahús er innan íbúðar. Eign sem hefur verið gegnið vel um. Vinsæl staðsetning

Kópavogur: Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem  Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.

Hjóla og göngustígar:  Átak hefur verið gert í gerð hjóla og göngustíga. Má þar helst nefna mikilvægar stígatengingar í Kópavogs- og Fossvogsdal, meðfram Kársnesströndinni og upp Selhrygginn við Linda- og Salahverfi.

Skólar, þjónusta og verslun í göngufæri.

Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir     lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum frá kr 30 - 81 þúsund.

4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.