Eyrarholt - bóka sk 899-5209 Hafnarfirði 44.900.000 kr.
Eignastofan
Verð 44.900.000 kr.
Fasteignamat 28.900.000 kr.
Brunabótamat 33.950.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1991
Stærð 118 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 30. desember 2017
Síðast breytt: 10. janúar 2018

Eignastofan fasteignamiðlun kynnir:
BÓKIÐ SKOÐUN S 899-5209.

Fallega 5 herbergja 118 fm fjölskylduíbúð á 2 hæð við Eyrarholt í Hafnarfirði.

Seld með fyrirvara um fjármögnun.


Útsýnið frá íbúðinni er mikið yfir bæinn, höfnina, til sjávar og Esjunnar.  Sjón er sögu ríkari.

Íbúðin hefur verið endurnýjuð að hluta og búið er að breyta upphaflegu skipulagi.

Húsinu hefur verið velviðhaldið og ástand þess að utan sem innan er mjög gott.  Nýlega búið að mála stigagang og hús að utan og setja nýtt teppi á sameign.

Virkilega góð eign nálægt allri þjónustu. Skóli og leikskóli og gólfvöllur í næsta nágrenni. Barnvænt umhverfi.


Lýsing:
Anddyri
 / forstofa með  fatahengi og náttúruflísum á gólfi
Svefnherbergisgangur með stórum hvítum háglans fataskáp
Hjónaherbergi með góðum hvítum fataskáp
Svefnherbergi (barnaherbergi) eru þrjú og eitt þeirra með fataskáp
Baðherbergi er flísalagt með náttúruflísum og hita í gólfi og fallegum ljósum flísum á veggjum, glæsilegu hornbaðkari, hvítri innréttingu og upphengdu salerni.  Gluggi er á baði
Stofa og borðstofa er rúmgóð og björt með útgengi út á rúmgóðar suðursvalir
Eldhús er opið við stofu og borðstofu með nýlegri hvítri háglansinnréttingu
Þvottaherbergi er innaf eldhúsi með hillum.

Gólfefni: Náttúruflísar á anddyri og baðherbergisgólfi, korkflísar á eldhúsi og parket á öðrum vistaverum.

Í sameign er sér geymsla, sameiginleg hjólageymsla og þurrkherbergi á jarðhæð.

Bílastæði fylgir íbúðinni og er það merkt.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hörður Sverrisson lgf í síma 899-5209 og á hordur@eignastofan.is