Suðurgata 33 Reykjavík 86.900.000 kr.
Miklaborg
Verð 86.900.000 kr.
Fasteignamat 73.700.000 kr.
Brunabótamat 46.250.000 kr.
Áhvílandi Óuppgefið
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 1984
Stærð 157 m2
Herbergi 6
Svefnherbergi 3
Stofur 3
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 9. janúar 2018
Síðast breytt: 10. janúar 2018

Miklaborg og Þórunn Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynna frábærlega hannað parhús frá árinu 1984 Í hjarta Reykjavíkur á móti Hólavallagarði og örskammt frá Tjörninni. Húsið er 157,4 fm auk þess eru fm undir súð og útigeymsla. Stórglæsilegur garður. Þrjú góð svefnherbergi. Mikil birta og gott flæði milli hæða. Stílhreint og vandað. Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir í síma 773-6000 og thorunn@miklaborg.is

Húsið er mikil hönnunarperla eftir arkitektana Richard Ólaf Briem og Sigurð Björgúlfsson.  Eignin er sérstaklega björt og skemmtileg og flæði gott.

Komið er inn í forstofu og þaðan inn í  bjarta samliggjandi eldhús og borðstofu.  Rennihurðir með gleri í eru bæði í eldhúsi og forstofu. Gengið er niður í stórglæsilega stofu sem er glerskáli með mjög mikilli lofthæð og glerþaki.

Þaðan er horft út í einstaklega fallegan garð með stígum, skjólveggjum og sérlega fallegri útigeymslu úr harðvið.  Útgangur er úr stofu í garðinn.

Úr borðstofu er gengið upp á millipall þar sem er glæsilegt baðherbergi með ljósum marmaraflísum í hólf og gólf.  Fallegur kringlóttur gluggi með ógegnsæu gleri sem snýr að stofunni setur skemmtilegan svip á baðherbergið, en jafnframt er þar opnanlegur gluggi, baðker, sturta og falleg innrétting.  Stigapallurinn er með útsýni yfir stofuna og nýtur birtu frá glerþakinu.  Það skapar sérstaklega skemmtilegt flæði í húsinu.

Glæsilegur ljós marmari er á gólfum forstofu, eldhúss, stofu og baðherbergis.  Þar fyrir ofan tekur við fallegt eikarparket.  Innihurðir eru hvítar sem gefur létt yfirbragð.

Frá baðherbergispalli er gengið upp á pall þar sem eru tvö góð barnaherbergi.. Annað er stærra með þremur gluggum og góðum innbyggðum skápum og hillum.

Á næsti  millipallur er rúmgóður og þar mætti til dæmis hafa vinnuaðstöðu.  Þaðan er gengið út á mjög skjólgóðar litlar svalir með fallegu útsýni yfir miðborgina.  Inn af svölunum er dálítil geymsla td fyrir nett garðhúsgögn.  Efsti pallurinn er hjónaherbergið sem er mjög skemmtilegt með mikilli lofthæð og stiga upp á loft þar fyrri ofan,sem bíður upp á ýmsa möguleika svo sem geymsluloft eða svefnloft.

Úr stofu er gengið niður á neðstu hæð hússins, þar sem er gott sjónvarpshol og rúmgott þvottahús með geymsluplássi. Eins er lítil forstofa við inngang í kjallara sem er skemmtilegur með góðu skyggni yfir. 

Sérstaklega skemmtileg og vel hönnuð eign á besta stað í 101, örskammt frá Tjörninni. Nútímaleg eign sem fellur vel að umhverfinu. Sjón er sögu ríkari.  Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir í s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is