Sturlureykir 1 Reykholt í Borgarfirði 8.900.000 kr.
Nýhöfn
Verð 8.900.000 kr.
Fasteignamat 2.300.000 kr.
Brunabótamat 0 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Jörð/Lóð
Byggingarár 0
Stærð 5200.0 m2
Herbergi 0
Svefnherbergi Óuppgefið
Stofur Óuppgefið
Baðherbergi Óuppgefið
Inngangur Ekki vitað
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 29. janúar 2018
Síðast breytt: 19. september 2018

Nýhöfn kynnir einstakt tækifæri: Sumarhúsalóð á landi með eigin hitaveitu og eigin vatnsveitu ásamt veiðiréttindum í Reykjadalsá og Arnarvatnsheiði.
Lóðinni fylgir aðgengi að 218 fm íbúðarhúsi með 11 herbergjum og nægu gistirými.

**SMELLTU hér og fáðu söluyfirlitið sent sjálkrafa!**

Kostnaður vegna rafmagnsnotkunar, einn rafmagnsmælir er fyrir alla bústaðina, ásamt tryggingum fyrir sameiginlega húsið er kr. 5.000.- á mánuði og greiðist í sameiginlegan sjóð. Þar sem á landinu er heitur hver og vatnslind er kostnaður við húshitun og neysluvatn enginn nema í viðhaldi á lögnum og tækjum en allar lagnir voru endurbyggðar árið 2012.
Lóðin er nr. 11 í landi Sturlureykja 1 í Borgarfirði og er 5.200 fm (0,5 ha) að stærð.

Jörðin Sturlureykir er um 200 ha afgirt lögbýli með um 50-70 ha ræktuðu landi og fylgir um 1/15 hlutur hennar kaupunum ásamt hagabeit fyrir tvo hesta.

Frábær staðsetning í fallegu og rólegu umhverfi í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Stutt er í sögufræga staði, menningarviðburði sundlaug, golfvöll, gróðrarstöðvar, veitingaskála og alla þjónustu. Sannarlega einstakt tækifæri.

Jörðin er í 96,8 km fjarlægð frá Reykjavík, á milli Reykholts og Kleppjárnsreykja, rétt við Deildartunguhver en þar var nýverið opnuð baðaðstaðan Krauma. Það tekur 15 mínútur að keyra frá sjoppunni Baulunni við þjóðveg 1 að jörðinni.

Jörðin er landmikil og fallega gróin með útsýni yfir Borgarfjarðahérað, Reykjadalsá ásamt tilkomumikilli jöklasýn. Laxveiðiréttindi í Reykjadalsá fylgja jörðinni, en hún rennur á stórum kafla sem landamerki jarðarinnar. Nægt heitt og kalt vatn er á jörðinni. Kalt vatn er fengið úr lindum ofar í landareigninni og vatnsmiklir hverir eru á jörðinni og hefur hver í hlaðvarpanum verið virkjaður og er dælt upp úr honum heitu vatni til upphitunar og afnota frá dæluhúsi sem reist var árið 1991.

Eini goshver á vesturlandi „Vellir“ er í landi jarðarinnar og er staðsettur úti í miðri Reykjadalsánni.
Á þessum friðsæla og gróna stað er mikil veðursæld og eftir mikla landrækt undafarinna ára hefur myndast mikið skjól og fjölbreytt fuglalíf.

Á jörðinni eru heimilaðar 15 sumarbústaðalóðir (12 eru byggðar) og er staðsetning sumarhúsa skipulögð þannig að hver lóð hefur mikið næði. Auk þess eiga allir sameigendur „gamla bæinn“ sem er fullbúið og mikið endurnýjað, 218 fm tveggja hæða steinhús. Húsið er nýtt af eigendum eftir skráðum reglum og samkomulagi. Starfandi er sameignarfélag og greiðir hver eigandi kr. 5.000.- mánaðarlega í rekstrargjald sem ætlað er til sameiginlegra þarfa á svæðinu og alls rafmagnskostnaðar. Engar skuldir eru hjá félaginu, aðeins vaxandi sjóður.
Kaupendum er bent á að kynna sér vandaðan sameignarsamning eigenda.