Reynimelur 31 Reykjavík 51.900.000 kr.
Fasteignamarkaðurinn ehf
Verð 51.900.000 kr.
Fasteignamat 45.550.000 kr.
Brunabótamat 27.400.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Hæðir
Byggingarár 1939
Stærð 127 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 8. febrúar 2018
Síðast breytt: 16. febrúar 2018

Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir mjög fallega, bjarta og vel skipulagða 4ra herbergja 98,4 fermetra íbúð á tveimur hæðum með suðursvölum auk 50% hlutdeildar í 57,3 fermetra bílskúr á baklóð hússins og sér bílastæðis á lóð hússins.  Eignarhlutur íbúðarinnar í bílskúr er því um 28,7 fermetrar.    Verið er að klára að skipta um allt gler í húsinu og verður þeim framkvæmdum lokið af hálfu seljanda. Raflagnir í íbúðinni eru að mestu nýjar og verður þeim framkvæmdum lokið á kostnað seljanda.


Lýsing eignar:
Stigapallur: fyrir framan íbúðina er teppalagður og með fatahengi.
Forstofa/hol: flotað og lakkað gólf. 
Eldhús: flotað og lakkað gólf og góð borðaðstaða með föstum bekkjum. Fallegar eikarinnréttingar með mosaikflísum á milli skápa og nýr blástursofn.
Stofa: björt, rúmgóð og parketlögð með gluggum í tvær áttir. 
Barnaherbergi I: parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Stigi á milli hæða er úr stáli og með viðarþrepum.
Stigapallur: flotað og lakkað gólf.
Barnaherbergi II: parketlagt og stórt með lausum fataskápum.
Hjónaherbergi: stórt, parketlagt og með fataherbergi innaf.  Úr hjónaherbergi er útgengi á svalir til suðurs.
Baðherbergi: með glugga, flotað og lakkað gólf og flísalagðir veggir að hluta. Vaskskápar og baðkar með sturtuaðstöðu.  Hægt að koma fyrir tengi fyrir þvottavél á stigapalli fyrir framan baðherbergi.

Í kjallara hússins:
Sér geymsla: 3,1 fermetri að stærð. 
Sameiginlegt þvottaherbergi: með glugga, mjög snyrtilegt og með sér vélum fyrir hverja íbúð.
Sameiginlegt þurrkherbergi: mjög snyrtilegt.

Bílskúr: sem er 57,3 fermetrar að stærð er í óskiptri sameign tveggja íbúða í húsinu en þessi íbúð á 50% eignarhlut í honum. Sér bílastæði er fyrir framan bílskúr. 

Húsið að utan: virðist í góðu ásigkomulagi að utan og þakjárn er yfirfarið og endurbætt.  Þó þarf að skipta um þakjárn á húsinu á næstu árum.  Verið er að klára að skipta um allt gler og gluggalista í húsinu. 

Lóðin: mjög stór afgirt lóð með tyrfðri flöt og fallegum gróðri, m.a. stóru fallegu Gullregni.  Lóðin er sameiginleg með öðrum eignarhlutum hússins. 

Staðsetning eignarinnar: er mjög góð á eftirsóttum stað í vesturbænum þaðan sem stutt er í leikskóla, skóla, sundlaug, íþróttasvæði KR og aðra þjónustu.