Brekkugata 19 Garðabæ 75.900.000 kr.
Fasteignasala Mosfellsbæjar
Verð 75.900.000 kr.
Fasteignamat 12.050.000 kr.
Brunabótamat 0 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Par/Raðhús
Byggingarár 0
Stærð 213 m2
Herbergi 6
Svefnherbergi 5
Stofur 1
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 22. febrúar 2018
Síðast breytt: 16. mars 2018

FASTMOS S: 586-8080 kynnir: Mjög fallegt 212,8 m2 Parhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr – með fallegu útsýni - u.þ.b. tilbúið til innréttinga við Brekkugötu 19 í Garðabæ.  Gott skipulag. 5 svefnherbergi og tvö baðherbergi. Eignin er staðsett í nýju hverfi í Urriðarholti í Garðabæ.  Húsið stendur á frábærum stað með fallegu útsýni og sést vel yfir Garðabæ og Reykjavík.
Aðkoma að húsinu er á efri hæð sem skiptist í: efri hæðin skiptist í forstofu, bílskúr, geymslu, herbergi, baðherbergi, eldhús, borðstofu og stofu.  Neðri hæðin skiptist í hjónaherbergi með fataherbergi, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, og sjónvarpshol.
Smelltu hér til að fá sölubækling sendan strax.
 
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðaskrá Íslands 212,8 m2, þar af er íbúðarhluti 187,7 m2 og sambyggður bílskúr 25,1 m2.
 
Skipulag: Komið er inn í forstofu. Innaf forstofu er baðherbergi. Úr forstofu er komið inn í stórt opið rými sem skiptist í stofu og borðstofu. Úr rýminu er opið inn í eldhús með útgengi út í garð á lóð. Inn af stofu er herbergi. Úr stofu er gengið út á svalir með fallegu útsýni. Úr stofu er steyptur stigi niður á neðri hæðina. Komið er inn á gang. Innaf gangi er sjónvarpshol. Á hægri hönd á gangi eru þrjú svefnherbergi og þvottaherbergi með útgengi út í garð. Á vinstri hönd á gangi er hjónaherbergi með fataherbergi rúmgott baðherbergi. Gengið er inn í baðherbergi bæði úr sjónvarpsholi og úr hjónaherbergi.
 
Verð kr. 75.900.000,- Allar nánari upplýsingar fást hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar í síma 586 8080.
Einnig er hægt er að ná í starfsmenn utan vinnutíma Svanþór 698-8555, Ingimar 612-2277 og Einar Páll 899-5159
Skilalýsing er eftirfarandi:
Utanhúss: Tveggja hæða parhús með innbyggðum bílskúr byggt úr vottuðum forsteyptum einingum frá BM Vallá ehf. Útveggir eru klæddir forsteyptri veðurkápu að utanverðu. Húsin eru afhent í því ástandi sem þau eru í dag, ómáluð að utan. Þak er fullbúið, einangrað og varið með PVC dúk með malarfargi.
Á lóðinni er gert ráð fyrir 2 bílastæðum og sorpskýli. Lóð er skilað grófjafnaðri. Þakrennur, niðurföll frágengin. Ál/tré gluggar með tvöföldu K-gleri, tré inngangshurðar/svalahurðar og grá bílskúrshurð. Gluggar og hurðir eru frá Byko ehf.
Innanhúss: Loft: Sparslað, grunnað og fullmálað. Gólf eru steypt án endanlegrar spörtlunar. Innveggir: Uppsettir samkvæmt teikningu, léttir innveggir einangraðir með ull, klæddir með obs plötum og gifsplötum, sparslaðir, grunnaðir og málaðir eina umferð. Rafmagn: Inntak og rafmagnstafla uppsett og tengd. Aðal- og greinatöflur fullgerðar m.t.t. vinnuljósa og uppsetts rafbúnaðar. Rafmagnsdósir komnar í útveggi og steypta innveggi. Búið að draga í allar dósir, en aðrar raflagnir fylgja ekki. Vinnuljós tengd í hverju herbergi. Frágangur neyslu og fráveitulagna er miðaður við samþykktar skipulagsteikningar. Pípulagnir: Inntak hita og neysluvatns klárt. Gólfhitakerfi tengt og frágengið án hitastýringa. Neysluvatn lagt í gólf og veggi samkvæmt teikningum. Hita-, rafmagns og vatnslagnir eru lagðar í gólfplötu og steypta innveggi samkvæmt teikningum.  Pípur fyrir raf- og boðlagnir eru miðaðar við samþykktar skipulagsteikningar.
Byggingargjöld og gatnagerðargjald eru greidd. Heimtaugagjöld fyrir rafmagn og hita eru greidd, en kaupandi greiðir 0,3% skipulagsgjald sem er innheimt við endanlegt brunabótarmat. Kaupandi skal fá nýja byggingastjóra og meistara að verkinu við afhendingu og sér um úttektir eftir afhendingu eignar.
Allar byggingarteikningar afhendast samþykktar frá skipulagsnefnd Garðabæjar til kaupanda.
Húsið afhentist með fokheldisvottorði.