Austurberg 2 Reykjavík 31.000.000 kr.
Húsaskjól
Verð 31.000.000 kr.
Fasteignamat 33.500.000 kr.
Brunabótamat 28.210.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1975
Stærð 112 m2
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 9. apríl 2018
Síðast breytt: 16. apríl 2018

HÚSASKJÓL FASTEIGNASALA KYNNIR:

*** EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI. MIKILL ÁHUGI VAR FYRIR EIGNINNI OG VANTAR OKKUR ÞVÍ FLEIRI SAMBÆRILEGAR EIGNIR Í SÖLUMEÐFERÐ, SENDU MÉR LÍNU Á ASDIS@HUSASKJOL.IS EÐA HAFÐU SAMBAND Í SÍMA Í 863-0402 FYRIR SKULDBINDINGALAUSA RÁÐGJÖF ***

ERTU AÐ LEITA AÐ SAMBÆRILEGRI EIGN  - SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á KAUPÓSKALISTA HÚSASKJÓLS4ra herbergja íbúð á 3ju hæð, með bílskúr við Austurberg 2. Íbúðin er skráð 88,8 fm, geymsla í sameign er skráð 4,7 fm, bílskúr er skráður 18 fm. Heildarstærð eignar er skráð 111,5 fm. Eignin getur verið laus við kaupsamning.

Smelltu hér til þess að sjá teikningar af eigninni
Smelltu hér til þess að sjá dróna myndband af eigninni


Komið er inn í forstofu með parketi á gólfi og fataskápum. Baðherbergi er með flísum á gólfi og plastklæðiningu yfir flísum, baðkar, salerni og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Hjónaherbergi er rúmgott með dúk á gólfi, fataskáp. Tvö barnaherbergi með dúk á gólfi. Eldhús er með innréttingu á tveimur veggjum, með efri og neðri skápum, rúmgóður borðkrókur og dúkur á gólfi. Stofan er parketlögð og útgengt út á yfirbyggðar svalir sem er búið að opna að mestu inn í stofu, veggir eru panilklæddir og flísar á gólfi, þaðan er gengið út á opnar svalir. Bílskúr er með heitu og köldu vatni, rafmagni, vinnubekk, niðurfall er ekki tengt en er til staðar. Í sameign er þvottaherbergi, hjóla- og vagnageymsla.  Skipt var um rafmagnstöflu  í íbúð, ásamt rafmagnstenglum og rofum 2008. Ljósleiðari frá Gagnaveitu Reykjavíkur er kominn í íbúðina, og ljósleiðari frá Mílu er kominn inn í húsið.

Staðsetning og nærumhverfi: Í  5 mínútna göngufæri: (hægt er að ganga á flesta þessa staði eftir göngustígum án þess að fara út á akbrautir), Íþróttasvæði Leiknis,  Breiðholtslaug, World Class, Heilsugæslan Efra - Breiðholti, Tónskóli Sigursveins,  Gerðuberg (bókasafn, menningarhús, margvísleg þjónusta fyrir unglinga, aldraða, fatlaða og fleira) , leikskólar (Suðurborg, Hraunborg og Hólaborg), grunnskólar (Fellaskóli og Hólabrekkuskóli), Fjölbraut Breiðholti, Hraunberg (bakarí, apótek og fleira), og útivistarsvæði í Elliðaárdal með göngu og hjólastígum. Strætó nr. 3, 12 og 17 stoppa á næsta horni,  í u.þ.b. 1  mínútu göngufæri.
Í Hólagarði er Bónus og einnig fleiri verslanir. Hægt er að nálgast helstu þjónustu í Mjódd. Í Seljahverfi er Krónan og einnig skíðasvæði með lyftu.

Sameign utanhúss: Húsið þarfnast umtalsverðs viðhalds að utan, og  til stendur að fara í framkvæmdir við það.  Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvernig að þessu verður staðið, en málið er í vinnslu hjá húsfélaginu með aðkomu sérfræðinga. Nánari upplýsingar hjá fasteignasölu.

Sameign stigagangs – viðhald  eftir 2014: Ný Rafmagnstafla og skipt um alla tengla og rofa í sameign.  Skipt um heitavatnsmæli  og heitavatnsgrind innan mælis endurnýjuð.
Þvottahús, geymslugangur  og sorpgeymsla: Epoxyefni sett á gólf og upp á veggi,  loft og veggir málaðir , og skipt um loftljós og skipt um alla tengla og rofa.  Röralagnir innan veggja í þvottahúsi endurnýjaðar og settur upp skolvaskur.  Forstofa máluð og skipt um teppi. Hjólageymsla máluð og skipt um ljós.  Hússjóður stigagangsins stendur vel og gefur tilefni til áframhaldandi viðhalds, eða til lækkunar húsgjalda.

Allar nánari upplýsingar gefur Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali.  Email: asdis@husaskjol.is eða í síma 863-0402.


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum?  Pantaðu frítt sölumat og skoðaðu kaupendaskrána okkar.
Ertu í eignaleit?                 Skráðu þig á kaupendalistann okkar.


Kíktu á Húsaskjól á facebook.
Kíktu á heimasíðu Húsaskjóls.