Fagraþing 12 Kópavogi 158.400.000 kr.
Lind fasteignasala ehf.
Verð 158.400.000 kr.
Fasteignamat 83.050.000 kr.
Brunabótamat 74.540.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Einbýli
Byggingarár 2005
Stærð 259.1 m2
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 2
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr
Skráð á vef: 14. maí 2018
Síðast breytt: 14. maí 2018

Lind Fasteignasala og Hrafn Valdísarson löggiltur fasteignasali kynna: Einstakt einbýlishús við Fagraþing 12 í kópavogi innst í botnlanga. Eignin skiptist í tvær hæðir, á neðri hæð eru tvö rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, hol, bílskúr og geymsla. Úr báðum svefnherbergjum er útgengt út á pall með glæsilegu útsýni. Efri hæðin skiptist í rúmgóða bjarta stofu og eldhús með stórkostlegu útsýni yfir Elliðvatn, Heiðmörk, Hengilinn , Bláfjöll og Esjuna, þar er gengið út á góðan pall með heitum potti. Einnig á efri hæð er baðherbergi og þvottahús.
Innréttingar eru sérsmíðaðar úr eik og borðplötur í eldhúsi og baðherbergjum eru úr granít. 
Samkvæmt þjóðskrá Íslands er eignin skráð 259,1 m2, Þar af er bílskúr 44,2 m2

(Hér má sjá 360 gráðu sýningu af húsinu. Smelltu á linkinn.) https://my.matterport.com/show/?m=pZMGiEXvqj5

Allar upplýsingar veitir Hrafn Valdísarson Löggiltur fasteignasali í síma 775-4988 eða hrafn@fastlind.is.

Neðri hæð 
Forstofa: Rúmgott með flísum á gólfi.
Tvö rúmgóð svefnherbergi eru á neðri hæð með parketi/flísum á gólfi og góðum fataskápum, gólfsíðir gluggar og útgengt er á pall úr báðum herbergjum með glæsilegu útsýni yfir Elliðavatn.
Baðherbergi er á neðri hæð með flísum á gólfi og sturtuaðstöðu.
Bílskúr og geymsla.

 Efri hæð 
Eldhús: Opið og bjart með góðum hornglugga með glæsilegu útsýni, stór eyja með gashelluborði og öðrum úrvals eldhústækjum auk vínskápar.
Stofa: Björt og opin stofa með parketi/flísum á gólfi og arni úr náttúru steini. Gólfsíðir gluggar með stórkostlegu útsýni yfir Elliðavatn, Heiðmörk, Hengilinn, bláfjöll og Esjuna, þaðan er útgengt á stóran pall með heitum potti og snyrtilegum og fallegum garði.
Hjónasvíta: Rúmgott og björt hjónasvíta með parketi/flísum á gólfi. Fataherbergi er innan hjónasvítunnar og útgengi á pall.
Baðherbergi: Fallega innréttað baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Spegill meðfram öllum veggnum og granít borðplata með tveimur vöskum ásamt góðri sturtu.
Þvottahús:  Rúmgott þvottahús með flísum á gólfi, mikið borðpláss og góð vinnuaðstaða. 

Annað 
Öll gólfefni í húsinu eru vönduð. Útgengi er úr öllum herbergjum út á sólpall
Byggingarréttur er fyrir ca. 55 fm aukahúsi að vestanverðu. Lóðin er sirka 1000 fm sem gerir garðinn einstaklega fallegann.
Eigandi skoðar skipti.