Hverfisgata 35 Reykjavík 40.900.000 kr.
RE/MAX Senter
Verð 40.900.000 kr.
Fasteignamat 33.800.000 kr.
Brunabótamat 19.595.000 kr.
Áhvílandi 0 kr.
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 1907
Stærð 86.4 m2
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sérinngangur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 9. júlí 2018
Síðast breytt: 9. júlí 2018

RE/MAX Senter og Guðlaugur kynna í einkasölu virkilega flotta 86,4 fm tveggja herbergja íbúð með sérgeymslu, sérinngang og hátt til lofts í fallega endurnýjuðu húsi við Hverfisgötu 35, 101 Reykjavík.  

Nánari lýsing:
Hátt til lofts í allri íbúðinni.
Gengið er inn um rafmagnshlið í port sem leiðir að sérinngang íbúðar.
Anddyri er með fatahengi og flísalagt gólf.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkar, upphengt salerni, handhlæðaofn og speglaskáp.
Eldhús er með tvo glugga sem snúa út í port. Rúmgott og opið miðrými með eldhúsinnréttingu á tveim veggjum ásamt háf og gaseldvél.
Svefnherbergi er rúmgott og bjart.
Stofa einnig rúmgóð og björt.

Gólfefni íbúðar er að öðru leyti harðparket. Sérgeymsla íbúðar er 9,5 fm.
Góð staðsetning í miðbænum, stutt í alla verslun og þjónustu og iðandi mannlíf borgarinnar.

Að sögn seljanda er búið að endurnýja mikið í bæði íbúð og húsi, s.s. allt bárujárn og þakjárn nýlegt. Hljóðeinangrað gler er í gluggum. Rafmagn og ofnalagnir í íbúð var endurnýjað árið 2004. 

Hafðu samband til að panta skoðun. Allar nánari upplýsingar gefur Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli í síma 661-6056 eða gulli@remax.is - B.A. lögfræði - Löggiltur fasteignasali.

Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0.5% - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 59.900.-