Holtsvegur 8 Urriðaholti Garðabæ 54.900.000 kr.
Miklaborg
Verð 54.900.000 kr.
Fasteignamat 39.050.000 kr.
Brunabótamat 40.800.000 kr.
Áhvílandi Óuppgefið
Tegund Fjölbýli
Byggingarár 2017
Stærð 97.5 m2
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Stofur 1
Baðherbergi 1
Inngangur Sameiginlegur
Nýbygging Nei / Ekki vitað
Bílskúr Nei / Ekki vitað
Skráð á vef: 10. ágúst 2018
Síðast breytt: 17. ágúst 2018

Miklaborg og Jórunn löggiltur fasteignasali kynna: Eign fyrir vandláta. Afar vönduð og smekklega hönnuð 3ja herbergja útsýnisíbúð á annarri hæð í nýju fjögurra hæða lyftuhúsi í Urriðaholtinu eftirsótta í Garðabæ. Tvær íbúðir á hæð. Íbúðin er einstaklega glæsileg. Þar hefur verið vandað til hönnunar og efnisvals til að skapa heilstæða heildarmynd. Um hönnun innanhúss sáu þær Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnardóttir. Húsið er teiknað af Arkís arkitekta ehf, verkfræðistofu Þráins og Benedikts Verkhönnun. Öll rýmin mjög rúmgóð. Lyftuhús. Fallegt útsýni. Eigninni fylgir geymsla. Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Nánari lýsing: Um er að ræða stóra glæsilega 3ja herbergja 97,5 fm útsýnisíbúð á annarri hæð með skjólgóðum suður-svölum. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu-/borðstofu, eldhús, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi, svalir og geymslu.

Forstofa: Opin inn í íbúð með góðum fataskápum sem ná upp í loft. Úr forstofu blasir við fallegt rými íbúðar, opið eldhús, borð- og setustofa.

Eldhús: Er með fallegri svartri innréttingu með skápum upp í loft  og ljósri borðplötu. Þar er stór og góð eyja með eldunaraðstöðu. Uppþvottavél og ísskápur eru innbyggð og koma til með að fylgja íbúðinni.

Hjónaherbergið: Er mjög rúmgott og bjart með fallegu útsýni yfir Garðabæ. Þar er mjög mikið skápapláss og ná skápar upp í loft.

Barnaherbergi: Rúmgott og bjart með mjög góðum fataskápum.

Baðherbergi: Mjög fallega innréttað með vönduðum tækjum og góðri innréttingu í kringum þvottavél og þurrkara. Innrétting nær í kringum handlaug og spegill er fyrir ofan með ljósi. Salerni er upphengt og skilrúm í sturtu er úr gleri. 

Stofa: Einstaklega björt og falleg, með stórum gluggum og fallegri lýsingu. Útgengt út á suður-svalir þar sem er útsýni yfir friðað svæði.

Svalir: Útgengt á rúmgóðar, skjólgóðar og sólríkar suðursvalir úr stofu. Stórfenglegt útsýni.

Innréttingar: Allar innréttingar eru hannaðar af innanhússhönnuðunum Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnadóttur. Innréttingarnar eru svartar spónlagðar. Innréttingar eru í eldhúsi og á baðherbergi auk skápa í anddyri og svefnherbergjum, með ljúflokunarbúnaði á skúffum í eldhúsi. Með eldhúsinnréttingu fylgir innbyggður ísskápur, bakaraofn, helluborð með keramikhellum og háfur með kolasíu af viðurkenndri gerð. Allar innihurðir eru svartar og spónlagðar.

Gólfefni:Á gólfum er ljóst harðparket nema á votrými en þar eru flísar. Geymsla: Sér geymsla í kjallara er 9,4 fm. Hjóla/vagnageymsla:Sameiginleg hjóla og vagnageymsla er í sameign

Húsið: Holtsvegur 8-12 skiptist í þrennt með stigakjörnum sem eru 3ja, 4ra og 5 hæða með samanlagt 24 íbúðum. Teiknað af Arkís arkitektum sem hlotið hafa viðurkenningar fyrir hönnun. Veggir milli íbúða og stigahúss eru að lágmarki 250 mm. Milliveggir innan íbúða eru að hluta til steyptir en aðrir eru hlaðnir með vikursteini og múrhúðaðir. 

Umhverfið laðar að fólk á öllum aldri og býður upp á fjölbreytni til útivistariðkunar fyrir fjölskyldur sem og einstaklinga. Einnig er gríðarleg uppbygging á þessum slóðum og er svæðið eftirsótt hjá öllum aldurshópum. Stutt í skóla, hverfisþjónustu, menningu og verslun. 

Allar nánari upplýsingar gefur Jórunn löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum frá kr 30 - 81 þúsund. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.